25. apr. 2004
Ég sló inn "bestunarkenningin" í Google. Ein færsla: Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson notar orðið yfir það sem á ensku heitir Optimality Theory. Einnig sló ég inn "bestunarmálfræði". Þar kemur líka fram ein færsla, á vegum málvísindastofnunar HÍ. Ekki kemur fram hvað hugtakið bestunarmálfræði á við en ég geri ráð fyrir að um sé að ræða Optimality Theory. Aldrei verður maður nú fyrstur með neitt. Tja, kannski að niðurstöður rannsóknarinnar minnar breyti því. Ég get ekki séð að neinn hafi nefnt það sem þar kemur fram.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli