Ómur bjöllunnar sem ég keypti í gær er himneskur. Aldregi hefi ég heyrt jafnfagran bjölluhljóm. Að auki er á hana letrað: I love my bike. Sem útleggst á íslensku: Ég elska reiðhjólið mitt. Og það er líka satt. Ég elska reiðhjólið mitt.
Dagskrá dagsins: Ritgerðarvinna þar til klukkan sex að ég fer á húsnæðismálafund með píunum þremur, Mitu, Riu og Michelu. Við ætlum að reyna að finna okkur húsnæði saman næsta vetur, sem verður kallaður æsti vetur.
Skjáumst
Engin ummæli:
Skrifa ummæli