3. apr. 2004
Þar sem ég hefi verið sérlega pródúktívur síðustu daga ælta ég að splæsa einn langri laugardagsfærslu sem að öllum líkindum verður innantómt raus. En sjáum samt til. Góða skemmtun: Hvernig í ósköpunum förum við að því að skilja hvert annað í samræðum. Nú hefi ég setið yfir transkriptum og reynt að greina orðæðuagnir. Mér er fyrirmunað að átta mig á hvernig við höldum þræði og náum yfir höfuð að skilja það sem felst í orðræðu náungans. Hér er dæmi: ég prófaði þetta í fyrsta skipti í London hérna þegar ég var að koma þegar ég var í úskriftarferðinni og en þú veist þá fórum við stoppuðum við í London áður en við fórum til Grikklands og þá prófaði ég þetta þar og þá fannst mér þetta þá fannst mér þetta svona melló og þetta var eitthvað svona eitthvað svona maður kom inn og það var bara eitthvað svona hérna færiband og maður þurfti eitthvað svona að pikka af það sem maður vildi og allt eitthvað svona risa bitar og svo fór ég aftur einmitt hérna bara úti og bara mér fannst þetta alveg rosalega gott. Ef ég hins vegar fjarlægi orðræðuagnir, endurtekingar og lagfæringar (helstu orðræðuathafnir) lítur textinn svona út:ég prófaði þetta í fyrsta skipti í London þegar ég var í úskriftarferðinni og þá stoppuðum við í London áður en við fórum til Grikklands og þá prófaði ég þetta þar og þá fannst mér þetta melló og maður kom inn og það var svona færiband og maður þurfti að pikka af það sem maður vildi og risa bitar og svo fór ég aftur hérna úti og mér fannst þetta rosalega gott. Skárra! Mögnuð fyrirbæri þessar agnir. Svo virðist sem sko sé brúkað meir af körlum en konum. Ég er umkringdur Dönum. Enn einn danskurinn flutti inn í mína álmu í gær, hin danska Lone. Eldhúsið mitt hefur þegar fengið titilnn the Skandinavian Kitchen... nú er enn frekari ástæða til. Hljóðið kom sum sé aftur í tölvuna mína... sem er vel... því nú get ég á ný hlustað á Spain, sem er bara svona ofsalega góð tónlist sko. Hvað um það. Náði að skrifa nokkurn veginn ekki neitt í fjölmörgum orðum. Sjáumst
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli