"Hann skildi aldrei hví hann var tekinn út af linkasafni Þórdísar."
Rauð augu. Á myndum er ég ætíð rauðeygður. Á hópmyndum er ég yfirleitt sá eini hvers blóðrauð sjónhimna er upplýst. Eru sjáöldur mín óvenju lengi að dragast saman? Er ég haldinn einhverjum augnsjúkdómi? Bý ég kannski við syndróm á borð við sjáaldraleti eða krónískra útvíkkun sjáaldra?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli