Hvað er ýmist í ökla eða eyra? Hver er sinnar gæfusmiður?
Systir mín átti afmæli í gær svo og Þórunn frænka mín einnig þekkt sem Tóta frænka. Hér átti að birtast plötudómur um eintakið James Taylor Greatest hits frá 1976. Ekkert verður þó úr því. En ég hvet alla sem nálgast geta eintakið, sem væntalega er erfitt, þetta er náttúrulega algjört rarítet, að skella því á fóninn og hlusta á smelli eins og California in my mind og Country road og How sweet it is, laginu með undirtitlinum To be loved by you. Ahh hvílík dásemd. Ég held ég gefi foreldrum mínum diskinn í jólagjöf þetta árið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli