Johnny Cash heitinn raular lag Tom Pettys Won't back down. Johnny var líklega besti raulari heims á sínum tíma. Þegar ég hlusta á Johnny Cash langar mig helst í veiðiferð. Það er þó ekki eðli Cash-laga sem veldur því heldur sú staðreynd að í veiðiferð í Vola síðasta sumar hlustaði ég líklega á Johnny Cash á repeat í fjórar klukkustundir. Hvað um það. Fór eldsnemma á lappi í morgun þrátt fyrir sumarkomuhátíð fram á nótt. "Ó þetta líf, þetta líf", svo vitnað sé í orð Þorsteins Joð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli