Á dögum eins og í dag, þegar hitinn fer yfir tuttugu gráður, þá verður hálf ólíft í suðurhluta hússins. Eldhúsið, sem er einmitt samkomustaður hússins, er í suðurhluta hússins. Í kvöld horfðum við á Kill Bill 1 í eldhúsinu. Fáklædd með alla glugga opna drekkandi ískaldan bjór til að reyna að hafa það huggulegt. Það er svolítið magnað að að þurfa að klæðast stuttbuxum og hlýrabol til þess eins að meika það innandyra. En svona er víst hollenska vorið.
Só - eru einhverjir á leiðinni í heimsókn í maí??
Engin ummæli:
Skrifa ummæli