18. apr. 2004

Það er stundum betra að þegja þegar maður hefur ekki neitt að segja. Á hverjum degi skrifa ég ómerkilegar línur um frábæra tilveru mína í útlandinu sem er innlandið hjá mér. Heimili mitt og athvarf í félgasskap einverunnar. Og vinir og vandamenn og fólk sem ég þekki ekki neitt les á milli línanna og sér og veit og skilur fátt um mig og mína og andlitslaus nöfnin sem ég nefni. Ég þarf að fara að sýna ykkur myndir af mér og mínum í Amsterdam. Hvar er allt fallega fólkið. Back to work kallinn minn back to work.

Engin ummæli: