Það er mánudagur. Það var eitthvað svo ljúft að vakna í dag.
Deginum hef ég eytt í orðræðugreiningu. Smám saman kemur í ljós hver munur karla og kvenna á notkun sko er. Fyrir utan það að karlar nota sko mun meir en konur þá hef ég líka komið auga á hvernig konur sem nota sko, nota það á annan hátt en karlar. Karlar virðast nota það fremur sentence final á meðan konur nota það intrasentential eða sentence initial. Merkilegt. Og afhverju? Tja, það hef ég ekki hugmynd um.
Prófessor JKFG, Gulli Jón og Berglind fá kveðju í tilefni dagsins
Engin ummæli:
Skrifa ummæli