Þessi dagur, sunnudagur, rann upp skýr og fagur eldsnemma í morgun þegar stúlkan brosti til mín morgunbjörtum augum eins og sólin og báðar kysstu þær mig á kinnina og buðu góðan dag. Með kaffibolla í hönd settist ég framan við tölvuna og hef varla staðið upp síðan. Nú er mál að linni og best að hátta sig í rúmið.
En hvað. Haldið þið að Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson hafi ekki bara skrifað ritgerð um aukafallsfrumlög innan bestunarmálfræði. Þetta er nú dálítið skuggalegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli