Föstudagurinn góði!
Keep the homefires burning! Stjúpi minn nefndi það einhverntíma eftir að hafa dvalist í bandaríkjunum um nokkurt skeið hversu enska væri rík af litlum skemmtilegum og innihaldsríkum frösum. Það er satt.
Það er föstudagurinn góði og allar búðir eru opnar. Háskólinn er þó lokaður. Ég ætla að hefja skrif á Mastersverkefninu í dag. Föstudagurinn langi 2004: Þá hóf ég að skrifa meistaraverkefnið mitt. Þetta get ég sagt í framtíðinni. White Stripes á fóninum. Það rann á mig kaupæði um daginn þegar ég sá tilboðið 2 for 17,50. Keypti þá báða De Stijl og White Blood Cells. De Stijl er einmitt hollenska og merkir stíll eða stíllinn þar sem de er ákveðinn greinir.
Í nótt fékk ég tvær martraðir. Önnur var hin venjulega vespu martröð sem ég fæ reglulega. Í hinni átti ég langt samtal við fyrrverandi kærustu. Það var kannski öllu heldur vondur draumur.
Annars var rússneska glæsikvendið Tanja að spyrja hvort ég vildi koma með henni á Múm í Rotterdam. Ég var eiginlega búinn að ákveða að sleppa þeim vegna peningaleysis. En deit með rússnesku glæsikvendi sem langar að læra íslensku ef ég kenni því (til að gæta kynjasamræmis) gæti breytt því. Til að flækja málið enn frekar var ég eiginlega búinn að lofa grísku gyðjunni Höru að fara með henni á tónleikana. Já, það er ekki einfalt að vera piparsveinn í Amsterdam.
Einu sinni orti ég ljóð. Margir skilja ekki ljóðið, enda oft eðli ljóða að vera torræð. En í þessu ljóði reyni ég að fanga stemminguna fyrsta föstudaginn langa fyrir um 1970 árum. Það er svo:
Það birtir um nón
Á hæðinni heyri ég kallað:
Elóí, Elóí, lama sabaktaní
Í lít upp í rauðan himin og spyr:
Yfirgafstu hann fyrir mig?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli