Ég var að lesa það á Politiken að Jonas nokkur Åkerlund hefði í bígerð kvikmynd um Kurt Cobain. Og hver á að leika kappann? Jú, enginn annar en fyrrverandi barnastjarnan Macauley Culkin! Þetta verður fróðlegt að sjá.
Annars verða á morgun 10 ár liðinn frá því að strákurinn skaut sig í hausinn (Kurt sko, Macauley hefur ekki enn skotið sig í hausinn, svo ég viti). Af því tilefni mun ég klæða mig í svartar gallabuxur og öskra: Daddy's little girl ain't a girl no more
Engin ummæli:
Skrifa ummæli