29. apr. 2004

fpm ætlar bara að kíkja í helgartripp hingað aðra maí helgi! djöfull líst mér vel á það. bjórinn kominn í kæli og svo er fátt annað að gera en að bíða. ég get kannski drepið tíma og skrifað svo sem helminginn af ritgerðinni á meðan. það væri svo sem ekkert vitlaust. hvað um það. skál!

28. apr. 2004

Ég gerdi thau mistök í fairslu klukkan 11:38:27 thessa dags ad skrifa lýsingarordid íslenskur med stórum staf. Um slíkt lairi madur ad mig minnir í tíuárabekk. Sve mér thá!
Hó!

Hér sit ég í tölvuverinu á Spuistraat 134. Ég er ad bída eftir ad fara á deit med henni Michelu minni og er svona ad drepa tímann med thessu. Vid aitlum ad sjá Kill Bill 2 í The Movies og kannski kela smá á medan. Svo verdur kvöldid vonandi undirlagt í massívri ritgerdarvinnu fram á nótt. Jájá. Annars er hún Halla, mamma hans Gulla míns á fullu í blogginu. Gulli var eitthvad ad tala um ad hún vairi eitthvad klikkud. Thad held jeg nú ekki. Hún Hallgerdur er hin vainsta kona. Enda gift ekki ómerkari manni en honum módurbródur mínum.

Nú thegar thessi sída er ordin vidfangsefni fraidimanna í Háskóla Íslands er ég svona ad spá hvad ég eigi ad fara med thetta blogg. Á ég ad halda áfram thessu thrugli um flest annad en eitthvad eda er kominn tími á massíva ritstjórnarstefnu sem gerir daglega pistla mína hnitmidadri og jafnvel beittari?
Utanríkisþjónustan Íslenska bað mig fyrir mikilvægt verkefni. Ég get ekki tjáð mig um málið að svo stöddu en verkefnið kreftst sérstakra hæfileika minna.
Á dögum eins og í dag, þegar hitinn fer yfir tuttugu gráður, þá verður hálf ólíft í suðurhluta hússins. Eldhúsið, sem er einmitt samkomustaður hússins, er í suðurhluta hússins. Í kvöld horfðum við á Kill Bill 1 í eldhúsinu. Fáklædd með alla glugga opna drekkandi ískaldan bjór til að reyna að hafa það huggulegt. Það er svolítið magnað að að þurfa að klæðast stuttbuxum og hlýrabol til þess eins að meika það innandyra. En svona er víst hollenska vorið.

Só - eru einhverjir á leiðinni í heimsókn í maí??

27. apr. 2004

Ómur bjöllunnar sem ég keypti í gær er himneskur. Aldregi hefi ég heyrt jafnfagran bjölluhljóm. Að auki er á hana letrað: I love my bike. Sem útleggst á íslensku: Ég elska reiðhjólið mitt. Og það er líka satt. Ég elska reiðhjólið mitt.

Dagskrá dagsins: Ritgerðarvinna þar til klukkan sex að ég fer á húsnæðismálafund með píunum þremur, Mitu, Riu og Michelu. Við ætlum að reyna að finna okkur húsnæði saman næsta vetur, sem verður kallaður æsti vetur.

Skjáumst

26. apr. 2004

Það er nú þannig að þegar orðæða er skrifuð upp má greina hana ítarlegar og átta sig mun betur á innihaldi hennar. Þess vegna var gaman að lesa og bera saman svör Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar við spurningum blaðamanna um fjölmiðlafrumvarpið.

Dóri svarar nokkuð skynsamlega, amk ef svör hans eru borin saman við barnalegt þruglið í Davíð.
Afrasktur dagsins:

Lesið í greininni You know: A discourse functional Approach eftir Jan-Ola Östman
Bjalla keypt á hjól
Skrifað í kaflanum Discourse markers - definition and terms
Skrifað í kaflanum Discourse markers - functions
Lesin bókin The use of language in conversation eftir M.A. van Rees



Já nú er Össi ad tala sko.

Dagskrá dagsins er thessi:

Lesid í greininni You know: A discourse functional Approach eftir Jan-Ola Östman
Bjalla keypt á hjól
Inneign keypt í síma
Skrifad í kaflanum Discourse markers - definition and terms
Raudvinssmökkun í bodi Michelu

Annars er nú bara sól og blída sko!
Jú - ég er víst syntaxpervert

Syntax
SYNTAX: You are syntax! You are very analytic, you
enjoy puzzles, and you like inventing problems
for yourself. Noam Chomsky is your God.


What's Your Linguistic Sub-Discipline?
brought to you by Quizilla
Þessi dagur, sunnudagur, rann upp skýr og fagur eldsnemma í morgun þegar stúlkan brosti til mín morgunbjörtum augum eins og sólin og báðar kysstu þær mig á kinnina og buðu góðan dag. Með kaffibolla í hönd settist ég framan við tölvuna og hef varla staðið upp síðan. Nú er mál að linni og best að hátta sig í rúmið.

En hvað. Haldið þið að Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson hafi ekki bara skrifað ritgerð um aukafallsfrumlög innan bestunarmálfræði. Þetta er nú dálítið skuggalegt.

25. apr. 2004

Ég sló inn "bestunarkenningin" í Google. Ein færsla: Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson notar orðið yfir það sem á ensku heitir Optimality Theory. Einnig sló ég inn "bestunarmálfræði". Þar kemur líka fram ein færsla, á vegum málvísindastofnunar HÍ. Ekki kemur fram hvað hugtakið bestunarmálfræði á við en ég geri ráð fyrir að um sé að ræða Optimality Theory. Aldrei verður maður nú fyrstur með neitt. Tja, kannski að niðurstöður rannsóknarinnar minnar breyti því. Ég get ekki séð að neinn hafi nefnt það sem þar kemur fram.
Ég er svona að melta með mér hvort ég eigi að fjalla um raddaðan framburð eða aukafallsfrumlög í Optimality Theory. Ekki veit ég hvort búið sé að íslenska þetta nafn. Ef svo er ekki þá geri ég það nú. Sjáum til: Bestunarkenningin eða bestunarmálfræði. Nú er að sjá hvort einhver hafi verið á undan mér.

24. apr. 2004

Það er nú svo skemmtilegt að þegar maður á að vera að skrifa ritgerðir og svona, þá, stundum, langar mann bara til að fræðast um sápugerð og uppruna tannkrems, eða skrifa pólitíska pistla ellegar bulla eitthvað á blogginu sínu. Ég mun nú reyna að sameina þessar þarfir mínar í einni stórmyndarlegri boggfærslu:

Sápu reyndi ég einhvern tíma að búa til - það gekk ekki vel í það skipti. Það á samt að vera frekar einfalt að búa til sápu og flest efni til sápugerðar áttu að finnast á hverju meðal heimili. Vítissóti, dýrafita, matarolía, ilmefni, vatn. Mixið vatni og vítissóta (lútur) (sóti út í vatn, aldrei öfugut), bræðið fituna ásamt olíu. Hellið lútnum út í feitina (sem þá skal vera rúmlega 100 gráður, þegar sullið fer að þykkna er rétt að hella ilmefnum út í. Hellið í form, t.d. skornar mjólkurfernur. Látið standa í sólarhring. Skerið sápuna í stykki að því loknu og látið standa í þrjár vikur áður en farið er að nota stöffð. Ef ekki er vandað til verksins má vera að hræringurinn skilji sig. Þá myndast glysserín á yfirborðinu. Glysserín má skafa af og blanda við saltpéturssýru til að búa til nítróglysserín. Saltpéturssýru er sem betur fer erfitt að nálgast. Hana má þó búa til úr geymasýru og salpétri með flóknum aðferðum sem ég þekki ekki. Nitróglysserín má svo nota í sprengiefni eða í lyf gegn kransæðasjúkdómum. Magnað ekki satt? Glysserín má einnig nota til að búa til tannkrem, sé því blandað við matarsóda, salt og bragðefni svo sem piparmyntuolíu.
Annars svaraði Bóbó liðþjálfi opnu bréfi Þorleifs Arnar á Múrnum. Þar svara hann gagnrýni sem innflytjendafrumvarpið svo kallað hefur fengið og leiðréttir misskilning um frumvarpið sem verið hefur nokkuð útbreiddur. T.a.m. komu fram ýmsar rangar fullyrðingar frá þeim sem stóðu að undirskriftasöfnum gegn frumvarpinu á dögunum, sem ég m.a. studdi. Frumvarpið er engu að síður það slæmt að vert var að skrifa undir mótmælin. Það er hins vegar slæmt þegar farið er af stað með herferð gegn slíkum málum með málflutningi sem virðist byggður á misskilningi og sögusögnum. Það væri óskandi að menn kynntu sér málefnin algjörlega áður en hlaupið er upp til mótmæla.

Góðar stundir

23. apr. 2004

Hvað er ýmist í ökla eða eyra? Hver er sinnar gæfusmiður?
Systir mín átti afmæli í gær svo og Þórunn frænka mín einnig þekkt sem Tóta frænka. Hér átti að birtast plötudómur um eintakið James Taylor Greatest hits frá 1976. Ekkert verður þó úr því. En ég hvet alla sem nálgast geta eintakið, sem væntalega er erfitt, þetta er náttúrulega algjört rarítet, að skella því á fóninn og hlusta á smelli eins og California in my mind og Country road og How sweet it is, laginu með undirtitlinum To be loved by you. Ahh hvílík dásemd. Ég held ég gefi foreldrum mínum diskinn í jólagjöf þetta árið.

22. apr. 2004

Gleðilegt sumar.

Ég man sumardaginn fyrsta fyrir ári eins og gerst hafi í gær. Skrilljón hlutir samt sem gerst hafa síðan.
Í dag verður uppáhaldsfjölskyldan mín í Utrecht heimsótt. Ég skrifa í samhengislausum setningum. Nú ætla ég að fara að snæða morgunmat með Michelu. Skjáumst!

20. apr. 2004

Húsið er fullt af gestum. En ekki eru þetta mínir gestir því enginn kemur að heimsækja mig. Osei.
Er það ekki dáldið táknrænt að í fegurðarsamkeppni framhaldsskólanna komu stúlkurnar fram ásamt sérræktuðum smáhundum?

19. apr. 2004

"Hann skildi aldrei hví hann var tekinn út af linkasafni Þórdísar."

Rauð augu. Á myndum er ég ætíð rauðeygður. Á hópmyndum er ég yfirleitt sá eini hvers blóðrauð sjónhimna er upplýst. Eru sjáöldur mín óvenju lengi að dragast saman? Er ég haldinn einhverjum augnsjúkdómi? Bý ég kannski við syndróm á borð við sjáaldraleti eða krónískra útvíkkun sjáaldra?
Það er mánudagur. Það var eitthvað svo ljúft að vakna í dag.

Deginum hef ég eytt í orðræðugreiningu. Smám saman kemur í ljós hver munur karla og kvenna á notkun sko er. Fyrir utan það að karlar nota sko mun meir en konur þá hef ég líka komið auga á hvernig konur sem nota sko, nota það á annan hátt en karlar. Karlar virðast nota það fremur sentence final á meðan konur nota það intrasentential eða sentence initial. Merkilegt. Og afhverju? Tja, það hef ég ekki hugmynd um.

Prófessor JKFG, Gulli Jón og Berglind fá kveðju í tilefni dagsins

18. apr. 2004

Það er stundum betra að þegja þegar maður hefur ekki neitt að segja. Á hverjum degi skrifa ég ómerkilegar línur um frábæra tilveru mína í útlandinu sem er innlandið hjá mér. Heimili mitt og athvarf í félgasskap einverunnar. Og vinir og vandamenn og fólk sem ég þekki ekki neitt les á milli línanna og sér og veit og skilur fátt um mig og mína og andlitslaus nöfnin sem ég nefni. Ég þarf að fara að sýna ykkur myndir af mér og mínum í Amsterdam. Hvar er allt fallega fólkið. Back to work kallinn minn back to work.

17. apr. 2004

Það er logn og sólin skín
Ég hef lokið við lestur greinarinnar Male-female speaking practices across cultures. Úti á Leidseplein bíður hjólið mitt. Ég ætla að fara að sækja það og hjóla á því heim í sólinni. Góðan dag.

16. apr. 2004

Tja, önnur niðurstaða hefði svo sem verið til skammar.

Grammar God!
You are a GRAMMAR GOD!


If your mission in life is not already to
preserve the English tongue, it should be.
Congratulations and thank you!


How grammatically sound are you?
brought to you by Quizilla
Deginum hefi ég eytt í sólinni á svölunum hjá Michelu við lestur bókarinnar Pragmatic Expressions in English. A Study of You know, You see and I mean in Face-to-face Conversation. Einkar skemmtileg lesning. En það er föstudagur og ekki þýðir að sitja yfir lestri allan daginn. Þess vegna ætla ég að taka Spörtu hjólið mitt glæsilega fram og hjóla á því til Brouwerij 't IJ*. Hvar ég ætla að hitta Maju, Höru, Mitu og Michelu áður en við kíkjum á 20th Amsterdam Fantastic Film Festival. Ahhh stundum er lífið bara of ljúft.

15. apr. 2004

Ég er að lesa grein sem heitir því skemmtilega nafni The symbolic relationship between pragmatic particles and impromptu speech. Þetta er líklega eitt gagnlegasta rit sem ég gat fundið fyrir ma-verkefnið, fyrir utan grundvallarritið Discourse markers eftir Deborah Schiffrin.
Þessi grein er svo fræðileg og falleg og uppfull af bráðskemmtilegum setningum. Dæmi:

On the basis of the suggestion in the previous paragraphs, we can characterize the class of pragmatic particles as a pseudo-open class: the core members are relatively few, but pragmatic-particleness is 'peripherally' dispersed in various directions.

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki algjörlega viss um hvað þetta þýðir.

14. apr. 2004

Sú saga gengur hér á Dolhaantjestraat fjöllum hærra að ég og Michela séum par. Það er svo sem ekki fjarri lagi enda förum við yfirleitt að sofa á sama tíma, við vöknum á sama tíma og erum samferða á hjólunum okkar í skólann og borðum saman kvöldmat og drekkum kaffi saman. Svona eins og par sem ekki kyssist eða hefur kynferðismök.

Hin sagan sem gengur um mig er sú að ég sé hómósexúal. Það er líklega vegna þess að ég slæ þær frá mér stúlkurnar eins og mý. Enda sagði nú hún móðir mín mér að ég ætti ekkert að vera að finna mér kærustu þarna í útlöndum. Og auðvitað gerir maður eins og hún mamma manns segir.
jeg sit hjer a safninu sveittur
og studla med vitlausum stofum
a vitlausum stodum
og rimid thad stenst ekki bragfraidi reglur
og hrynjandin ekki heldur

13. apr. 2004

Ekki fjekk jeg sumardjobbid a mogganum. Reyndar hef jeg ekkert sumardjobb fengid! Hallo - veit einhver um sumardjobb handa mjer?
Það er mánudagur - en líka annar í páskum.

Í gær var svakaleg grillveisla á Dolhaantjestraat 20. Við vorum svona að minnast J-man. Þess vegna lapti ég rauðvín og át brauð, blóð og líkami krists beibí! Svo kyssti ég stelpu. Jú, svona eru páskarnir í Amsterdam, bara fyllerí og hórlífi, heldurðu að það sé nú!

9. apr. 2004

Föstudagurinn góði!

Keep the homefires burning! Stjúpi minn nefndi það einhverntíma eftir að hafa dvalist í bandaríkjunum um nokkurt skeið hversu enska væri rík af litlum skemmtilegum og innihaldsríkum frösum. Það er satt.

Það er föstudagurinn góði og allar búðir eru opnar. Háskólinn er þó lokaður. Ég ætla að hefja skrif á Mastersverkefninu í dag. Föstudagurinn langi 2004: Þá hóf ég að skrifa meistaraverkefnið mitt. Þetta get ég sagt í framtíðinni. White Stripes á fóninum. Það rann á mig kaupæði um daginn þegar ég sá tilboðið 2 for 17,50. Keypti þá báða De Stijl og White Blood Cells. De Stijl er einmitt hollenska og merkir stíll eða stíllinn þar sem de er ákveðinn greinir.

Í nótt fékk ég tvær martraðir. Önnur var hin venjulega vespu martröð sem ég fæ reglulega. Í hinni átti ég langt samtal við fyrrverandi kærustu. Það var kannski öllu heldur vondur draumur.

Annars var rússneska glæsikvendið Tanja að spyrja hvort ég vildi koma með henni á Múm í Rotterdam. Ég var eiginlega búinn að ákveða að sleppa þeim vegna peningaleysis. En deit með rússnesku glæsikvendi sem langar að læra íslensku ef ég kenni því (til að gæta kynjasamræmis) gæti breytt því. Til að flækja málið enn frekar var ég eiginlega búinn að lofa grísku gyðjunni Höru að fara með henni á tónleikana. Já, það er ekki einfalt að vera piparsveinn í Amsterdam.

Einu sinni orti ég ljóð. Margir skilja ekki ljóðið, enda oft eðli ljóða að vera torræð. En í þessu ljóði reyni ég að fanga stemminguna fyrsta föstudaginn langa fyrir um 1970 árum. Það er svo:

Það birtir um nón

Á hæðinni heyri ég kallað:
Elóí, Elóí, lama sabaktaní

Í lít upp í rauðan himin og spyr:
Yfirgafstu hann fyrir mig?

8. apr. 2004

Flug bókað heim í lok maí. Þann 26. öllu heldur - og til baka í júní. Þökk sé IcelandExpress sem býður bestu fargjöldin.

6. apr. 2004

Hann Tómas sögn eitt sinn að tilvera okkar væri undarlegt ferðalag. Jámm, tilvera mín er endalaus ferðalög. Í dag fór ég ásamt DanskaParinu til Hagans (Den Haag (Tha Hague)). Ég sá sjóinn og át frikardellubrodjes á ströndinni. Gezellig.

Það er svo margt sem minnast má en ekkert sem vert er að minnast á.

Sjáums´t

e.s. sprengihótanirnar hafa reynst vera fátt annað en hótanir. hafið ekki áhyggjur og bölvið bush!

5. apr. 2004

Plön kvöldsins breyttust ögn eftir að ég uppgötvaði dagskránna á MTV í tilefni dagsins. Ahh... nú sit ég og horfi á MTV unplugged. Dulítið magnað að horfa á strákinn og sjá hann þarna nokkrum mánuðum yngri en ég er í dag. Alltaf finnst manni hann vera 10 árum eldri.

Hvað um það - Don't expect me cry!
Mánudagur 5. apríl 2004 (10 ára ártíð Kurt Cobain)

10:00 Vaknað
10:06 Farið á fætur
10:10 Farið í sturtu
10:22 Morgunmatur + spjall í eldhúsi
11:02 Kveikt á tölvu + kaffi hitað
11:09 Kaffi klárt og tölvan líka + Rúnturinn tekinn + In Utero á fóninn
11:31 Vinna við mastersverkefni hefst
12:22 Bloggað
12:27 Vinnu haldið áfram
(áætlun fyrir daginn)
13:30 Gert við hjól
14:00 Kaffi
14:15 Vinnu haldið áfram
16:00 Hjólað (vonandi) út í búð
16:30 Kaffi
16:45 Vinnu haldið áfram
19:00 Kvöldmatur
20:00 Vinnu haldið áfram
22:00 Sest niður við hangs í eldhúsi, sjónvarpsgláp eða spjall
00:00 Farið í háttinn - lesið
01:00 Ljós slökkt - svefn

4. apr. 2004

Ég var að lesa það á Politiken að Jonas nokkur Åkerlund hefði í bígerð kvikmynd um Kurt Cobain. Og hver á að leika kappann? Jú, enginn annar en fyrrverandi barnastjarnan Macauley Culkin! Þetta verður fróðlegt að sjá.
Annars verða á morgun 10 ár liðinn frá því að strákurinn skaut sig í hausinn (Kurt sko, Macauley hefur ekki enn skotið sig í hausinn, svo ég viti). Af því tilefni mun ég klæða mig í svartar gallabuxur og öskra: Daddy's little girl ain't a girl no more

3. apr. 2004

Þar sem ég hefi verið sérlega pródúktívur síðustu daga ælta ég að splæsa einn langri laugardagsfærslu sem að öllum líkindum verður innantómt raus. En sjáum samt til. Góða skemmtun: Hvernig í ósköpunum förum við að því að skilja hvert annað í samræðum. Nú hefi ég setið yfir transkriptum og reynt að greina orðæðuagnir. Mér er fyrirmunað að átta mig á hvernig við höldum þræði og náum yfir höfuð að skilja það sem felst í orðræðu náungans. Hér er dæmi: ég prófaði þetta í fyrsta skipti í London hérna þegar ég var að koma þegar ég var í úskriftarferðinni og en þú veist þá fórum við stoppuðum við í London áður en við fórum til Grikklands og þá prófaði ég þetta þar og þá fannst mér þetta þá fannst mér þetta svona melló og þetta var eitthvað svona eitthvað svona maður kom inn og það var bara eitthvað svona hérna færiband og maður þurfti eitthvað svona að pikka af það sem maður vildi og allt eitthvað svona risa bitar og svo fór ég aftur einmitt hérna bara úti og bara mér fannst þetta alveg rosalega gott. Ef ég hins vegar fjarlægi orðræðuagnir, endurtekingar og lagfæringar (helstu orðræðuathafnir) lítur textinn svona út:ég prófaði þetta í fyrsta skipti í London þegar ég var í úskriftarferðinni og þá stoppuðum við í London áður en við fórum til Grikklands og þá prófaði ég þetta þar og þá fannst mér þetta melló og maður kom inn og það var svona færiband og maður þurfti að pikka af það sem maður vildi og risa bitar og svo fór ég aftur hérna úti og mér fannst þetta rosalega gott. Skárra! Mögnuð fyrirbæri þessar agnir. Svo virðist sem sko sé brúkað meir af körlum en konum. Ég er umkringdur Dönum. Enn einn danskurinn flutti inn í mína álmu í gær, hin danska Lone. Eldhúsið mitt hefur þegar fengið titilnn the Skandinavian Kitchen... nú er enn frekari ástæða til. Hljóðið kom sum sé aftur í tölvuna mína... sem er vel... því nú get ég á ný hlustað á Spain, sem er bara svona ofsalega góð tónlist sko. Hvað um það. Náði að skrifa nokkurn veginn ekki neitt í fjölmörgum orðum. Sjáumst

2. apr. 2004

Johnny Cash heitinn raular lag Tom Pettys Won't back down. Johnny var líklega besti raulari heims á sínum tíma. Þegar ég hlusta á Johnny Cash langar mig helst í veiðiferð. Það er þó ekki eðli Cash-laga sem veldur því heldur sú staðreynd að í veiðiferð í Vola síðasta sumar hlustaði ég líklega á Johnny Cash á repeat í fjórar klukkustundir. Hvað um það. Fór eldsnemma á lappi í morgun þrátt fyrir sumarkomuhátíð fram á nótt. "Ó þetta líf, þetta líf", svo vitnað sé í orð Þorsteins Joð.
Johnny Cash heitinn raular lag Tom Pettys Won't back down. Johnny var líklega besti raulari heims á sínum tíma. Þegar ég hlusta á Johnny Cash langar mig helst í veiðiferð. Það er þó ekki eðli Cash-laga sem veldur því heldur sú staðreynd að í veiðiferð í Vola síðasta sumar hlustaði ég líklega á Johnny Cash á repeat í fjórar klukkustundir. Hvað um það. Fór eldsnemma á lappi í morgun þrátt fyrir sumarkomuhátíð fram á nótt. "Ó þetta líf, þetta líf", svo vitnað sé í orð Þorsteins Joð.

1. apr. 2004

Mér er heitt.
Það er erfitt að hjóla í svona hita.
Magnað hvað bjór bragðast miklu betur úti í sól og hita.
Vorið, blessað vorið, ég segi ekki annað.

Í dag kláraði ég umsóknina í media studies Í Uva fyrir næstu tvö árin.
Eins og borgin er ég dag, langar mig bara ekkert að yfirgera hana
Zo heb ik Nederlands gelernt. Svo það er ekkert því til fyrirstöðu að bara vera hér.

Skyldu vinir mínir hafa látið platast og mætt á Prikið?

Þessi færsla er tileinkuð aprílgabbinu honum bróður mínum. Til lukku með daginn gamli minn!