Maður er eitthvað svona að reyna að hafa sig í að elda hér mat. Á leið minni í eldhúsið sá ég tölvuna bíða, standby, eins og það kallast og mátti ég til með að prókastínera um stund. Tölvan er í þeim hluta íbúðarinnar sem ég kalla borðstofu, það gæti þó allt eins verið eldhús eða sefnherbergi, nú eða skrifstofa. Innan úr betristofunni berast hins vegir fagrir tónar frá Neil Young sem spilar á ótengdan gítar og blæs í munnhörpu. Það er bara huggulegt hér á Czaar Peterstraat 108. Fyrir utan gluggann minn sé ég sporvagn númer tíu á leið vestureftir. Með honum tók ég mér far í gær og bar hann mig á fund við kærustuna. Á morgun mun hann bera mig sömu leið þótt erindið verði annað.
Já, sunnudagar er fagrir, sjúkir en fagrir, er maður liggur fyrir og óskar þess sem aldrei fyrr að maður væri ekki svona mikil fyllibytta. En það er í lagi því ég drekk aðeins í hófi. Í gær var einmitt hóf, svo ég drakk.
Máksi ég standi upp nú og skelli vatni í pott og skeri lauk, hvítlauk, papriku og ólífur og steiki á pönnu, dembi svo grjónum hríss í pottinn er vatnið er við suðu.
Það bera allir hrísvönd á bálköstinn sinn.
Og svo brenna þeir
og brenna
og brenna
og brenna
og brenna
30. jan. 2005
Hjörtur hér...
Hér hringir símtækið í sífellu og í hvert sinn tekur hjarta mitt nokkra kippi. En aldrei eru þetta persónuleg símtöl. Bara eitthvert sölufólk. Gaman væri nú ef í eitt sinn vinur eða ættingi væri á hinum endanum og segðir eitthvað á þá leið að hann eða hún hefði nú bara hringt si svona til að tjá mér ást sína. Það gerði Stevie Wonder altjént og við Hullimann hlógum og skrítum sem skátastelpur tvær. En það var í þá daga.
Í gær var farið á djammið og hitt Diljá und Kompaní. Gaman var og fjör og ber ég þess nú ögvar bætur. Ekki enn en máski batnar mér með kvöldinu þegar Jóhanna kemur með kvikmynd og epli í farteskinu. Þá verður gaman. Gaman saman.
Hér hringir símtækið í sífellu og í hvert sinn tekur hjarta mitt nokkra kippi. En aldrei eru þetta persónuleg símtöl. Bara eitthvert sölufólk. Gaman væri nú ef í eitt sinn vinur eða ættingi væri á hinum endanum og segðir eitthvað á þá leið að hann eða hún hefði nú bara hringt si svona til að tjá mér ást sína. Það gerði Stevie Wonder altjént og við Hullimann hlógum og skrítum sem skátastelpur tvær. En það var í þá daga.
Í gær var farið á djammið og hitt Diljá und Kompaní. Gaman var og fjör og ber ég þess nú ögvar bætur. Ekki enn en máski batnar mér með kvöldinu þegar Jóhanna kemur með kvikmynd og epli í farteskinu. Þá verður gaman. Gaman saman.
29. jan. 2005
Hjörtur hér
Ég fór á tónleika um daginn í Paradísó. Sænski Jens Lekman sem Jóhanna kynnti mig fyrir. Óskapans snilld bara - sér í lagi Do You Remember the Riot. En Jens Lekman var bara að hita upp fyrir Gruff Rhys sem var söngvari í Super Fury Animals. Sá er klikkaður... og snjall. Skemmtilegustu tónleikar sem ég hefi farið á í langan tíma.
Haha - kom svo í ljós að Jóhanna er vinkona Erki hins finnska. Muniði eftir Finnska Erki sem kann öll júróvísjónlögin. Haha - lítill heimur.
Ég fór á tónleika um daginn í Paradísó. Sænski Jens Lekman sem Jóhanna kynnti mig fyrir. Óskapans snilld bara - sér í lagi Do You Remember the Riot. En Jens Lekman var bara að hita upp fyrir Gruff Rhys sem var söngvari í Super Fury Animals. Sá er klikkaður... og snjall. Skemmtilegustu tónleikar sem ég hefi farið á í langan tíma.
Haha - kom svo í ljós að Jóhanna er vinkona Erki hins finnska. Muniði eftir Finnska Erki sem kann öll júróvísjónlögin. Haha - lítill heimur.
27. jan. 2005
Ætlar þessi lukka engan endi að taka? Ég ætlaði til öryggis í dag að athuga hvort örugglega væri ekki næg innstæða á reikningnum svo ég gæti greitt þenna 40 evru rafmagns- og gasreikning. Upphæðin öskraði hins vegar á mig: 641,70 evrur!! Míkrósoft greiddi mér loks. Sem merki ekkert annað en aukapening í vasann þar sem ég var fyrir lögnu búinn að gefa þetta upp á bátinn.
Keypti mér sárþráðan alklæðnað eða öllu heldur buxur tvennar og tvær peysur. Nú get ég gengið um götur Amsterdam móður minni til sóma. Svo keypti ég líka geisladiska. Það er svo ósköp gaman að uppgötva nýja tónlist. Í gær heyrði ég undurfagra tóna á kaffihúsinu Thijssen og ég spurði fallegu þjónustustúlkuna hvað hún væri að spila. Jack Johnson sagði hún.
Nú á ég nýja diskinn með Jack Johnsson, ástfanginn í nýjum fötum og slatta af seðlum á reikningnum og í vasanum á nýju buxunum. Gerist þetta mikið betra? Tja ég er að drekka bjór!
Skál
Keypti mér sárþráðan alklæðnað eða öllu heldur buxur tvennar og tvær peysur. Nú get ég gengið um götur Amsterdam móður minni til sóma. Svo keypti ég líka geisladiska. Það er svo ósköp gaman að uppgötva nýja tónlist. Í gær heyrði ég undurfagra tóna á kaffihúsinu Thijssen og ég spurði fallegu þjónustustúlkuna hvað hún væri að spila. Jack Johnson sagði hún.
Nú á ég nýja diskinn með Jack Johnsson, ástfanginn í nýjum fötum og slatta af seðlum á reikningnum og í vasanum á nýju buxunum. Gerist þetta mikið betra? Tja ég er að drekka bjór!
Skál
26. jan. 2005
Kvöld í Róm - Moskvu - Amsterdam
Við frostmark bítur loftið úti kinnar ungra hollenskra sveina. Inni á baðherbergi er sænsk stúlka í sturtu en í svefnherberginu undirbýr Íslendingurinn kvikmyndasýningu. Wild at Heart er það í þetta sinni. Wilco í græjunum rétt á meðan til að hindar kæfandi þögn. Nú er sú sænska komin úr sturtu og allt klárt.
Bless
Við frostmark bítur loftið úti kinnar ungra hollenskra sveina. Inni á baðherbergi er sænsk stúlka í sturtu en í svefnherberginu undirbýr Íslendingurinn kvikmyndasýningu. Wild at Heart er það í þetta sinni. Wilco í græjunum rétt á meðan til að hindar kæfandi þögn. Nú er sú sænska komin úr sturtu og allt klárt.
Bless
25. jan. 2005
Í dag er ég glaður
Viðtal vegna spagettívestraritgerðar. Jú, sagði prófessorinn, vel skrifað, 8,5, einn af þremur hæstu. Ég óskaði sjálfum mér til hamingju og keypti mér nærbuxur og Dylan geisladisk, og jú húfutetur.
Annars höfum við Jóhanna verið að ferðast um Amsterdam undanfarna daga. Það er gaman. Gaman saman.
Viðtal vegna spagettívestraritgerðar. Jú, sagði prófessorinn, vel skrifað, 8,5, einn af þremur hæstu. Ég óskaði sjálfum mér til hamingju og keypti mér nærbuxur og Dylan geisladisk, og jú húfutetur.
Annars höfum við Jóhanna verið að ferðast um Amsterdam undanfarna daga. Það er gaman. Gaman saman.
22. jan. 2005
Hjörtur hérna
Get ekki annað sagt að ég sé útsofinn. Amk úthvíldur því ég hefi legið í bólinu síðustu þrjátíu og fjóra tímana. Tja fyrir utan ferð á vídjóleiguna til að sækja þrjár spólur og svo á kaffíhús í gærkveld til að drekka súpu. Eða borðar maður súpu? Mér finnst einhvernvegin að maður þurfi að tyggja mat til að borða hann. En máski er nóg sitja við borð á meðan maður innbyrðir hann.
Ég fer nú ekkert úr landi í bráð. Það eru bara draumar hjá manni. Nei, við Jóhanna ætlum að ferðast um Amsterdam í fríinu langþráða. Ferðalagið byrjaði í gær er við rannsökuðum rúmið mitt í þaula. Næst verður kannski farið á safn.
Mér finnst ég ekki kvabba nóg á þessari síðu. Geri það kannsi þegar ég hefi yfir einhverju að kvabba. Þessa stundinar er bara allt ágætt og sólin skín.
Get ekki annað sagt að ég sé útsofinn. Amk úthvíldur því ég hefi legið í bólinu síðustu þrjátíu og fjóra tímana. Tja fyrir utan ferð á vídjóleiguna til að sækja þrjár spólur og svo á kaffíhús í gærkveld til að drekka súpu. Eða borðar maður súpu? Mér finnst einhvernvegin að maður þurfi að tyggja mat til að borða hann. En máski er nóg sitja við borð á meðan maður innbyrðir hann.
Ég fer nú ekkert úr landi í bráð. Það eru bara draumar hjá manni. Nei, við Jóhanna ætlum að ferðast um Amsterdam í fríinu langþráða. Ferðalagið byrjaði í gær er við rannsökuðum rúmið mitt í þaula. Næst verður kannski farið á safn.
Mér finnst ég ekki kvabba nóg á þessari síðu. Geri það kannsi þegar ég hefi yfir einhverju að kvabba. Þessa stundinar er bara allt ágætt og sólin skín.
20. jan. 2005
Þar sem ég nennti alls ekki að skrifa neitt henti ég þessari slöku grein á Selluna. En efnið er áhugavert. Máski ég skrifi um þetta ritgerð í sumar.
Annars er dagskráin í dag einföld. Ég ryksuga hér og þríf og svo hitti ég Jóhönnu sætu sænsku, Helder sæta portúglalska, Ri sætu dönsku, Johann sæta sænska og kannski fleiri sæta á Brouwerij 't IJ klukkan fimm og fagna próf- og ritgerðarlokum. Svo verður farið heim til mín (steinsnar) og matur eldaður og drukkið vín. Svo verður farið á Pakhuis Afrika á pönktónleika.
Jú, þetta hljómar vel
Annars er dagskráin í dag einföld. Ég ryksuga hér og þríf og svo hitti ég Jóhönnu sætu sænsku, Helder sæta portúglalska, Ri sætu dönsku, Johann sæta sænska og kannski fleiri sæta á Brouwerij 't IJ klukkan fimm og fagna próf- og ritgerðarlokum. Svo verður farið heim til mín (steinsnar) og matur eldaður og drukkið vín. Svo verður farið á Pakhuis Afrika á pönktónleika.
Jú, þetta hljómar vel
19. jan. 2005
Svolítið magnað þetta. Skrítið að vakna upp og hafa ekkert fyrir stafni. Bara svona sitja í rólegheitum. Drekka kaffi og spá. Reyna að skrifa eitthvað fyrir Selluna. Fara einn á kaffihús og lesa. Ræða málin við stúlku. Ræða málin við aðrastúlku. Fara á krá og drekka bjór. Ryksuga. Greiða reikninga. Hmm. Ekkert fyrir stafni. Hef verið bissí í allan dag. Bara ekki við ritgerðasmíð. Svona er að vera í fríi.
Eftir að skynsemin kom yfir okkur sáum við Jóhanna að það væri líklega vitleysa að vera að ana þetta til útlanda gjörsamlega peningalaus.
Hins vegar ef microsoft borgar þá bara býð ég henni til Parísar. Og hananú.
En microsoft borgar ekki. Og verst að lögmaðurinn minn er á Íslandi.
Eftir að skynsemin kom yfir okkur sáum við Jóhanna að það væri líklega vitleysa að vera að ana þetta til útlanda gjörsamlega peningalaus.
Hins vegar ef microsoft borgar þá bara býð ég henni til Parísar. Og hananú.
En microsoft borgar ekki. Og verst að lögmaðurinn minn er á Íslandi.
18. jan. 2005
Ég skilaði þessu stykki sem ég er búinn að vera að hræra saman. Þetta er eitt metnaðarlausasta og ófrumlegasta kvikindi í heimi, illa skrifað og mestmegnis í hálfkáki. Og það í kúrsí hjá einum frumlegasta kvikmyndaspekúlant í Evrópu. En andskotinn hafi það. Hvað þarf ég að sanna. Ég er hvort eð er snillingur.
Svo fór ég í kjörbúðina (ekki ríkið) og keypti Rauðvín. Hó nú skal fagnað. En neinei. Hugmyndin var drepin niður í fæðingu. Ég er víst sá eini sem er búinn með allt mitt. Svo ég þarf að fagna einn. Ég og flaskan fyrir framan sjónvarpið. Hugsa að ég fái mér frekar kók.
Annars kom upp önnur hugmynd sem ekki hefur enn verið drepin. Skrepp til Barcelona í þrjá daga. 150 evrur flug og hostel. Ha!
Ef maður bara ætti pening. Nú mættu háskólinn og microsoft fara að borga. Þarf ég að fara í mál?
Svo fór ég í kjörbúðina (ekki ríkið) og keypti Rauðvín. Hó nú skal fagnað. En neinei. Hugmyndin var drepin niður í fæðingu. Ég er víst sá eini sem er búinn með allt mitt. Svo ég þarf að fagna einn. Ég og flaskan fyrir framan sjónvarpið. Hugsa að ég fái mér frekar kók.
Annars kom upp önnur hugmynd sem ekki hefur enn verið drepin. Skrepp til Barcelona í þrjá daga. 150 evrur flug og hostel. Ha!
Ef maður bara ætti pening. Nú mættu háskólinn og microsoft fara að borga. Þarf ég að fara í mál?
Ég hefi komist að því að við ritgerðarvinnu er fátt sem slær Rolling Stones við sem mótíverandi tónlist.
Nú fer þessu að verða lokið. Þegar klukkan slær tólf mun ég vista, loka, brenna og prenta. Sama hvernig staðan er á verkinu. Ég nenni þessu ekki lengur.
Svo geri ég við hjólið mitt, fæ mér kaffi og flissa einhversstaðar með Jóhönnu.
Nú fer þessu að verða lokið. Þegar klukkan slær tólf mun ég vista, loka, brenna og prenta. Sama hvernig staðan er á verkinu. Ég nenni þessu ekki lengur.
Svo geri ég við hjólið mitt, fæ mér kaffi og flissa einhversstaðar með Jóhönnu.
Einnig má vera að allir þessir hestadraumar séu sprottnir upp frá öllum þessum skrifum mínum um kúrekmyndir. En nú er þessu að fara að verða lokið. Set endapunkt nú um hádegið og hendi þessu í Elsaesser. Þá er ég kominn í frí á ný, jibbí.
Miles í græjunum. Nú er ég kominn með allt diskasafnið í hendurnar á ný, það er þann hluta þess sem ég hefi hér í Amsterdam, sem er ekki nema helmingur. Mér reiknast að ég hafi eytt um hálfri milljón í geisladiska um ævina. Æ, maður á ekki að vera að reikna svona út. Ha!!!
Miles í græjunum. Nú er ég kominn með allt diskasafnið í hendurnar á ný, það er þann hluta þess sem ég hefi hér í Amsterdam, sem er ekki nema helmingur. Mér reiknast að ég hafi eytt um hálfri milljón í geisladiska um ævina. Æ, maður á ekki að vera að reikna svona út. Ha!!!
16. jan. 2005
Mér gengur ekkert með þetta. Kominn svona í frí í huganum. Hlusta bara á Elvis og læt mig dreyma. Hellti meir að segja rauðvíni í glas. Er svona að spá að stökkva út í sjoppu og kaupa mér sígarettur. taka bara algjört kæruleysi á þetta. en svo er líklegt að maður taki bara skynsemina á þetta og haldi áfram. Jú, það er best. Matur hjá Michelu á eftir. Svo bara unnið í ritgerð fram eftir allri nóttu. Það held ég.
"Þú hefur skaðað þjóðarminnismerki... þetta er einstök bygging," sagði danski forsætisráðherrann við Mærsk, tja nema að mbl sé eitthvað að rugla. Svo er nýbúið að bannað foreldrum að löðrunga börn í Bretlandi svo á þeim sjái. Er ekki bannað að löðrunga hvern sem er svo á sjái? Hefur sem sagt verið leyfilegt hingað til að veita börnum sínum líkamlega áverka í Bretlandi? Skil ekki.
Bévuð ritgerðin er djú túmorróv. Stefni á að klára megnið fyrir kvöldið. Þá er maður kominn í frí á þriðjudag. Slappafelsi og fínerí, svo máski ellin tvö frá London væntanleg. Vona það.
Í græjunum syngja töffararnir í Rammstein um sjómanna ferðalög.
Bévuð ritgerðin er djú túmorróv. Stefni á að klára megnið fyrir kvöldið. Þá er maður kominn í frí á þriðjudag. Slappafelsi og fínerí, svo máski ellin tvö frá London væntanleg. Vona það.
Í græjunum syngja töffararnir í Rammstein um sjómanna ferðalög.
15. jan. 2005
Undanfarið hefur mig dreymd hesta í gríð og erg. Veit ekki hvað þetta merkir. Ef ég væri með bókasafnið mitt góða myndi ég sækja mér þessar þrjár draumaráðningabækur sem ég á. Hvað getur þetta verið. Fyrst dreymdi mig að foreldrar mínir hefðu keypt handa mér þrjá íslenska hesta, ein gráan og tvo mosótta, máski að annar þeirra hafi verið móvindóttur þó, sá það ekki skýrt. Með hestunum fylgdi líka tún svo ég gat haft þá í girðingu. Svo dreymdi mig einn af þessum dráttarklárum sem draga hestvagna um bæinn hér. Óskaplega fallegur og svona risatór. Ég var eitthvað að brölta í kringum hestinn svo hann fældist og tók á rás með kerruna í eftirdragi. Í nótt dreymdi mig svo hest í fjarlægð. Hann bara stóð uppi á kletti og sýndi sig.
Belle and Sebestian sögðu eitt sinn: If you?re ever feeling blue then write another song about your dream of horses.
Ég geri þetta einhvern daginn þegar ég er blár. En nú er ég glaður og kátur því lífið brosir við mér.
Einmitt núna eru samt Belle And Sebastian að syngja um Lísu sem varð blind.
Belle and Sebestian sögðu eitt sinn: If you?re ever feeling blue then write another song about your dream of horses.
Ég geri þetta einhvern daginn þegar ég er blár. En nú er ég glaður og kátur því lífið brosir við mér.
Einmitt núna eru samt Belle And Sebastian að syngja um Lísu sem varð blind.
14. jan. 2005
Í gær var ég á gangi úti á götu þegar útigangsmaður sem ég kannast við vatt sér upp að mér og spurði: "Sorry my friend do you have a Marlboro Cigarette?". Ég svaraði um hæl, "No, I'm sorry, but I wrote a paper about Marlboro advertisements." Hann vissi greinilega ekki hverju hann ætti að svara svo ég klappaði honum á öxlina og sagði: "I don't even smoke," á meðan ég laumaði að honum glansandi tveimur evrum. Í græjunum er Emilíana Torrini að syngja um einhvern gaur sem gefur henni ást, galna ást.
Það er víst föstudagur. Hafði ekki alveg áttað mig á því. En fyrir mér er þetta bara dagur eins og allir hinir. Þetta rennur allt saman í eitt. Djammað á miðvikudögum og unnið um helgar.
Eitt að dásemdunum við að búa í Hollandi er að hér eru tvær stöðvar sem sýna Bráðavaktina. Reruns á einni og nýtt stöff á hinni.
Í græjunum syngur Elvis og biður mig um að leyfa sér að vera bangsinn minn. Er að spá hvort ég eigi að fá mér te og bjóða svo síðkvöldsgestinum upp á rauðvín eða hvort ég eigi að fá mér rauðvín og bjóða síðkvöldsgestinum upp á te. Ó hvað líf mitt er erfitt, en gaman.
Eitt að dásemdunum við að búa í Hollandi er að hér eru tvær stöðvar sem sýna Bráðavaktina. Reruns á einni og nýtt stöff á hinni.
Í græjunum syngur Elvis og biður mig um að leyfa sér að vera bangsinn minn. Er að spá hvort ég eigi að fá mér te og bjóða svo síðkvöldsgestinum upp á rauðvín eða hvort ég eigi að fá mér rauðvín og bjóða síðkvöldsgestinum upp á te. Ó hvað líf mitt er erfitt, en gaman.
Dagurinn í dag hefur verið sérlega góður. Heilsaði mér með sólksinsbjörtu brosi og ljósum lokkum í stíl. Svo komst ég að því, eftir að hafa hitt bekkjarfélagana í hádeginu, að ég er líklega lengst kominn með þessa bévuðu ritgerð. Þar á sama stað komst ég að því að ritgerði ætti mínimal að vera 3500 orð en ekki 7000 eins og ég hélt í fyrstu. Ég er kominn upp í 3734 orð og gæti því hætt nú og skilað henni inn. Reyndar væri sú ritgerð líklega versta ritgerð í heimi og líkla myndi slíkt ritverk ekki verðskula heitið ritgerð samkvæmt skilgreiningum á rigerðum sem skulu jú hafa inngang meginmál og lokaorð auk þess sem forsíða og heimildarskrá þykja æskileg líka. Sem stendur er ekkert af þessum til orðið svo heita megi.
13. jan. 2005
Ég einfaldlega get ekki komið mér að verki - get ekki einbeitt mér. En hingað er að koma gestur og ætlum við að horfa á Once upon a time in America í þrjá og hálfa klukkustund. Webcamið verður óuppsett enda finnst mér nógu mikill pervertaskapur að vera að skrifa þetta blogg.
Í tækinu syngur Stevie Wonder um að hann hafi bara hringt til að segja að hann elskar mig.
Svona er Amsterdam
Í tækinu syngur Stevie Wonder um að hann hafi bara hringt til að segja að hann elskar mig.
Svona er Amsterdam
12. jan. 2005
Jæja. Við skulum vona það. Ég hef svona smám saman verið að koma út úr skápnum með hrifningu mína á Brad Pitt og öllu sem honum tengist. Hjónaband hans of Jennifer hefur blásið í mig trú á mannkyn og þar með talinn mig sjálfan. Ef það fer út um þúfur þá veit ég ekki hvað maður á að halda. Annars tel ég nú ekki líklegt að þetta "hætta saman og hugsa málið" endi með að þau taki aftur saman. Þetta er eitthvað svona sem maður segir þegar maður vill ekki viðurkenna að þetta sé búið. Ég þekki það of vel af eigin raun. Það einhvernveginn minnkar óþægindin ef maður splittar þannig, eins þegar maður segist ætla að halda áfram vináttu, það gengur aldrei. En sjáum til.
Jájá - ég veit - þetta er súr færsla og ég virðist eitthvað klikk. En komm on: Ég er bara að segja það sem við erum öll að hugsa.
Annar hefur mér ekkert miðað í dag. Bara alls ekki neitt. Sem er slæmt. En það breytir því ekki að ég fer á barinn í kvöld.
Jájá - ég veit - þetta er súr færsla og ég virðist eitthvað klikk. En komm on: Ég er bara að segja það sem við erum öll að hugsa.
Annar hefur mér ekkert miðað í dag. Bara alls ekki neitt. Sem er slæmt. En það breytir því ekki að ég fer á barinn í kvöld.
11. jan. 2005
Annars ætti ég að taka upp nafnið Bambi. Það væri í hið minnsta auðveldara fyrir útlendingana að bera það fram. Hi, I'm Bambi, from Iceland. Hmm. Spurning. Annars á Jóhanna sæta sænska í engum vandræðum með nafnið mitt. Það er meir að segja bara nokkuð snortur hjá henni með sænska hreimnum. Deit með henni í dag, sem varði í fjóra tíma. Huggulegt.
Æjá
Æjá
10. jan. 2005
Ég er ekki mikill málverndunarsinni, þó vissulega þyki mér við hæfi að fólki vandi mál sitt, eða að minnsta kosti íhugi hvað það er að segja. Tæki eins og Mannanafnanefnd þykir mér til að mynda ögn forsjárhyggið apparat. En það er kannski eins gott. Nefndin tekur t.a.m. fyrir nöfn sem foreldrar vilja skíra börnin sín og sum leyfir hún, eins og Bambi, Atlas, Sigur, Adel og Orfeus. Ég skal ekki segja. Fyrst nefndin er farin að leyfa svona nöfn má þá ekki alveg eins leggja hana niður. Marlís, hver vill heita Marlís. Vígunnur, er það kvennafn? Víggunnur Lingný Bambadóttir. Sonný, eða það líka kvennafn? En Nóvember, ætti að vera karlnafn, Ágúst Nóvember Bryndísuson. Elektra Gyðja Atlasdóttir.
Nei hættu nú alveg.
Nei hættu nú alveg.
8. jan. 2005
Ég er fluttur. Og það er aldeilis ævintýrin sem gerast. Hér beint fyrir utan húsið hjá mér eru mættir tveir slökkviliðsbílar og sjúkrabíll og löggubíll og herskari af slökkviliðsfólki. Enginn eldur samt sjáanlegur.
Jú nú er kominn kranabíll og sækir hér mann úr húsinu á móti. Enginn eldur. Bara gamall kall á börum.
Já, það er aldeilis hamagangurinn hér í götunni.
Jú nú er kominn kranabíll og sækir hér mann úr húsinu á móti. Enginn eldur. Bara gamall kall á börum.
Já, það er aldeilis hamagangurinn hér í götunni.
Djöfull maður. Í gær talaði ég fjálglega um Jennifer Aniston og Brad Pitt fyrir tákgervinga hinnar fullkomnu mannveru (Perfectermennsch) og að samband þeirra væri hinn fullkomna samruna. Nú les ég að þau séu skilin. Trú mín á framtíð mannanna er horfin, fallin, farin.
Kata - ég kem dótinu þínu í póst á næstu dögum. Bíð eftir monnísendingu frá Háskóla Ísalands og Míkrósoft.
Ég nenni ekki neinu. Ég vil ekki vera svona. Ekki bara að bíða og vona.
Kata - ég kem dótinu þínu í póst á næstu dögum. Bíð eftir monnísendingu frá Háskóla Ísalands og Míkrósoft.
Ég nenni ekki neinu. Ég vil ekki vera svona. Ekki bara að bíða og vona.
Að endingu var það tíminn sem drap mig
Að endingu hringid Jóhanna sæta sænska í mig og rak mig á bókasafnið. Auðvitað stóðst ég það ekki. Og uppskar fyrir vikið ritgerðarlok, og máski líka aðdáun þeirrar sænsku, eða ekki.
Nema hvað, nú tekur við samaburður á The Searchers hans John Fords og Unforgiven hans Eastwoods.
Þegar lægir ætla ég svo að hjóla á Zaar Peterstraat 108. Þar á ég víst heima.
Langar einhvern að senda mér póstkort á nýja staðinn:
Czaar Peterstraat 108-IA
1018 PT Amsterdam
the Netherlands
Að endingu hringid Jóhanna sæta sænska í mig og rak mig á bókasafnið. Auðvitað stóðst ég það ekki. Og uppskar fyrir vikið ritgerðarlok, og máski líka aðdáun þeirrar sænsku, eða ekki.
Nema hvað, nú tekur við samaburður á The Searchers hans John Fords og Unforgiven hans Eastwoods.
Þegar lægir ætla ég svo að hjóla á Zaar Peterstraat 108. Þar á ég víst heima.
Langar einhvern að senda mér póstkort á nýja staðinn:
Czaar Peterstraat 108-IA
1018 PT Amsterdam
the Netherlands
7. jan. 2005
Ja hver djöfull. Ég asnaðist í afmælispartý í gær. Nú greiði ég það dýru verði timburmanna. Lítið verður úr ritgerðarsmíðum í dag í kjölfarið. Slíkt er mér ómögulegt - að vera þunnur og læra. Passar ekki. Það voru þær Lísa afmælibarn og Jóhanna sæta sænska sem dobbluðu mig í ósköpin. Aldrei aftur skal ég láta fallegar konur glepja mig. Aldrei. Og svo ætla ég aldrei aftur að drekka. Hætti því. Á morgun.
Föstudagur í dag. verð ég ekki samt að fara á bévað bókasafnið. Kannski jú.
Föstudagur í dag. verð ég ekki samt að fara á bévað bókasafnið. Kannski jú.
3. jan. 2005
Halló
Finnur fór í morgun og svo kom hann aftur. Það er orðið að vana hjá honum að vita ekki hvort hann sé að koma eða fara.
Annars var setið lengi við og er enn setið. Jú, því ég þarf að skila ritgerð í dag sem ég er varla byrjaður á. Svo eins gott er að láta hendur standa fram úr ermum. Stefni á að skila henni tveimur dögum á eftir áætlun.
Það er ekki auðvelt að byrja aftur eftir 14 daga sældarlíf og langan svefn. En það hefst með hægðinni.
Annars vil ég þakka öllum þeim sem hingað heimsóttu mig og einnig þeim sem hringdu í mig á jólunum. Svo má ekki gleyma þeim sem gáfu mér óverðskuldaðar gjafir. Ég þakka Tintin, Tóta kúl og Tótu frænku kærlega fyrir, einnig foreldrum mínum öllum. Ekkert fáið þið í staðinn nema þakklæti mitt, enda hafði ég fyrir löngu ákveðið að gefa öngvum gjafir neima þeim sem ætu með mér jólasteik.
Finnur fór í morgun og svo kom hann aftur. Það er orðið að vana hjá honum að vita ekki hvort hann sé að koma eða fara.
Annars var setið lengi við og er enn setið. Jú, því ég þarf að skila ritgerð í dag sem ég er varla byrjaður á. Svo eins gott er að láta hendur standa fram úr ermum. Stefni á að skila henni tveimur dögum á eftir áætlun.
Það er ekki auðvelt að byrja aftur eftir 14 daga sældarlíf og langan svefn. En það hefst með hægðinni.
Annars vil ég þakka öllum þeim sem hingað heimsóttu mig og einnig þeim sem hringdu í mig á jólunum. Svo má ekki gleyma þeim sem gáfu mér óverðskuldaðar gjafir. Ég þakka Tintin, Tóta kúl og Tótu frænku kærlega fyrir, einnig foreldrum mínum öllum. Ekkert fáið þið í staðinn nema þakklæti mitt, enda hafði ég fyrir löngu ákveðið að gefa öngvum gjafir neima þeim sem ætu með mér jólasteik.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)