Enginn spurði vorið hvort það vildi koma á undan sumrinu
þessi vinnuvika hefur liðið. Svo sem eins og aðrar vikur. Því vikur eru tími og tíminn líður og tíminn er eins og vatnið.
Var vinnuvikan þá blaut? Það veit ég ekki. Ég eyddi henni mestmegnis uppi í rúmi. Lasinn. En ég komst líka á airwaves. Ég náði líka að nota texta Stefáns Hilmarssonar sem dæmi í kennslu í Háskólanum. Þá held ég eigi ekkert eftir nema að gifta mig og eignast börn. Að því loknu get ég dáið og fallið í gleymsku.
2 ummæli:
akkúrat. svo gott sem dauður fyrir mér
já hjörtur minn það er bara spurining hver okkar systkinana verði fyrst að þessu öllu saman.. þú og svenni eiga þó forskot þar sem þú ert trúlofaður og svinki með kærustu sem á barn! Farðu nú að drífa í þessu því ég nenni ekki þessu!!!!:o)
Skrifa ummæli