Já, merkilegt kerfi sem ég skil ekki. Strætó tekur mig í vinnuna. Í dag var hann seinn. S-einn. Nú, svo þegar við komum í Fjörðinn þá drepur bílstjórinn á vagninum og tilkynnir mér að hann sé orðinn svo seinn að hann fari ekkert áfram út á Ásvelli fyrr en eftir tíu mínútur. Ha, segi ég? Ertu orðinn svo seinn að þú ætlar að verða enn seinni? Já, sagði bílstjórinn, gekk út úr vagninum og lokaði mig inni.
Ég varð fyrir vikið korteri og seinn í vinnuna.
Volvókaupin komin einu skrefi nær raunveruleikanum.
2 ummæli:
Mig dreymir um ad fara i Volvó i naestu Kolbeinsferd.
Ég vísa nú bara í færslu þína frá 4. okt. Það er aumt að gefast upp strax. Reyndar á ég lítið erindi í Hafnafjörð, svo e.t.v. eru mín samskipti við strætó einfaldari.
Skrifa ummæli