14. okt. 2005

Nú fyrir stundu tilkynntu framleiðendur Bond myndanna hver mun fara með hlutverk kappans sjálfs í næstu mynd. Það er Englendingurinn Daniel Craig. Sjálfur hafði ég hálfpartinn búist við Clive Owen í hlutverkið. Hann tel ég vera næstbesta kostinn á eftir Pierce gamla. Ég er alveg á því að Pierce var nánast fullkominn fyrir hlutverkið. Einnig hefði verið gaman að sjá Hugh Jackman í hlutverkinu. Hann hefði t.d. hentað vel fyrir einmitt næstu mynd, Casino Royale, sem er byggð á fyrstu bókinni um Bond. Ég hlakka amk til að sjá þá mynd og það er bara að vona ao Craig skili sínu.

3 ummæli:

gulli sagði...

ég hef soldið gaman af Daniel Craig, sá hann í myndinni The Mother. Fantagóður alveg, í henni. Svo var hann víst eitthvað að setja í hana Siennu Miller á meðan Jude Law var að eltast við þessa forljótu barnapíu.
Hræddur er ég um að hann herra Craig hafi fengið betri helminginn af þeirri pulsu.

af hverju varstu svona vondur við mig á blogginu mínu hjörtur?
ertu reiður við mig? er það af því ég starði á Jóhönnu í gær?
starði eins og svín..

Fjalsi sagði...

gulligulligulli - þú varst bara að vandræðast hvað þú ættir að gera. fjandinn er bara einn af svo fjölmörgum valmöguleikum sem þú hefur. fangelsi er dæmi um annan.

Nafnlaus sagði...

æi þessi craig er nú hálf glataður... mér leist líka betur á clive owen eða hugh jackman.
kv,
o.veigar