21. okt. 2005

Ég held ég sé einn í húsinu. Einn og það eina sem ég heyri er fingrasláttur minn á lyklaborðinu sem brýtur takt klukkunnar sem hangir á veggnum hjá mér. Hangir hér í vinnunni eins og ég. Dagurinn farinn að skima í átt til kvöldsins og hugur minn löngu haldinn heim á leið.

í dúett klukkutifsins og fingrasláttsins bætist fjarlægur ómur radda vinnufélaga minna. Ég er ekki lengur einn. "Enginn er eyland," gæti sólargeislinn sem læðist fyrir aftan mig verið að hvísla að mér. Í tríóið hefur bæst urg kaffivélarinnar inni í eldhúsi. Söngurinn er fyllir mig lífi, blæs í mig þrótt og brátt stend ég upp því viðlagið er á næsta leiti og þá get ég sungið með.

2 ummæli:

gulli sagði...

lífið er ekki það versta er þú átt,
von er á kaffi brátt

Nafnlaus sagði...

Þú ert orðinn svo fjandi skáldlegur í vetrarhörkunum :)