Vanafesti. Þegar ég vann á Yddu fékk ég mér í flest hádegi túnfisksamloku frá texas og Egils sódavatn. Þegar ég var með aðsetur á Reykjavíkurakademíu var það jafna Júmbó túnfisksamloka og Hálfur lítir af Tópí. Nú er það Samlokubrauð með Goða kindakæfu og eplasaft. Í dag hrundi svo veröld mín þegar ég komst að því að ég hafði fyrir mistök keypt Goða skólakæfu sem er í alveg eins umbúðum og kindakæfan.
Dagurinn: ónýtur.
1 ummæli:
Mig langar í Texas-samloku. Texas er góð sjoppa. Henni að kenna að ég fitnaði um þrjú-fjögur kíló í tveggja mánaða Íslandsstoppi mínu í sumar.
Skrifa ummæli