5. okt. 2005

I saw a nice film last night at the film festival. george michael. a fine strip i must say. dáldil nóstalgía í byrjun þegar myndbútar í fyrstu lögum wham! voru sýndir. wham er svona það fyrsta sem ég man í músíkvídeóum. var það í skonrokki? þessi kvikmyndahátíð er til að auka trú mína á bíómenningu á íslandi. hún virðist staðfesta að landann þyrsti í fjölbreyttara kvikmyndaúrval, ekki þessar endalausu hollíwúdd kvikmyndir á færibandi. í amsterdam var megnið frá hollíwúdd, en þar mátti líka finna fjöldan allan af myndum víðsvegar frá. ég held að það sé lygi hjá kvikmyndahúsum að ekki sé markaður fyrir "erlendar" myndir á íslandi. ég held líka að það sé lygi að það séu bíógestir sem heimti hlé í bíó. í gær var hlé og óþreyjustuna færðist yfir salinn þegar það hófst, og í nærfullum salnum held ég að um fimmtán manns hafi staðið upp og yfirgefið salinn, restin beið spennt eftir að myndin hæfist á ný.

1 ummæli: