30. mar. 2005

Friends

ég skal ekki segja. ég er svo sem ekki orðinn leiður á friends. en mikið óskaplega eru þetta leiðinlegir karakterar. og þá sérstaklega rachel. hún er nú eiginlega bara tík. amk tíkarleg. gaman að þessum þáttum þó. og þeir KENNA MANNI svo margt.

annars fékk ég símreikning í dag. fjúff, það kostar sitt að reka síma hér í landi. 30 kall bara grunngjaldið, að vísu fyrir tvo mánuði. gvöð veit að ekki hringi ég mikið úr þessum síma, þó svona af og til. og ekki hringir neinn í mig. svo máski ég láti þá bara loka þessari línu. tilgagnslaust að henda þrjátiu kalli út um gluggann. bara svona til að hafa möguleikann á að einhver hringi í mann. tja!

annars er þetta annar dagurinn í röð sem það hlýnar með kvöldinu. Tveimur gráðum hlýrra nú klukkan hálf níu en það var í allan dag. sama var þetta í gær.



ritgerðin. gengur hægt. ósköp hægt.

segjum þetta

3 ummæli:

Pétur Maack sagði...

Skrýtið, af því að nú ert þú svona flottur gæi, að þú skulir samt hrífast af Friends og Sálinni svona er veröldin nú merkileg!

Króinn sagði...

Þú átt samúð mína alla í ritgerðarskrifum. Góða ferð í 17 gráðurnar í Berlín annars

Nafnlaus sagði...

tja ... vegna þess að skype virka bara ekkert svo sérstaklega vel