26. mar. 2004

Skatturinn frágenginn. Samkvæmt bráðabirgðaútreikningi á ég von á 100 þúsund kalli í ágúst. Það hlýtur að vera einhver vitleysa. En sjáum til. Í gær var prófið úr hollenskunámskeiðinu. Mér gekk nú svo sem bara ágætlega. En sjáum til. Í kvöld fer ég á tónleika í Harleem. Það verður vonandi fjör. En sjáum til. Í gær var Centraal Station rýmd út af sprengjuhótun. Getur maður ekki líka sagt sprengihótun? Sjáum til. Miði til Íslands 26 maí í gegnum Stansted kostar 10.000 krónur. Fari ég fram og til baka kostar það 20.000 og fari ég eina ferð heim til viðbótar kostar það 30.000. Ég á 29.000 krónur í orlofsfé. Það dekkar næstum þrjár flugferðir. Sem er fínt. Ég er frjáls eins og fuglinn. Eins og fulginn. En sjáum til.

Engin ummæli: