Nú hef ég um tvo kosti að velja. Að flýta heimkomu í sumar og ná Pixies á Íslandi eða að seinka heimkomu, koma við í Danmörku og sjá Pixies á Hróarskeldu! Héðan í frá miðast allar mínar áætlanir við Pixiestónleika.
Annars sá ég Franz Ferdinand á tónleikum í gær. Ofsa fínt rokk og ról. Algjört dúndur. Keypti mér diskinn og nú verður hann látinn rúlla í nokkra klukkutíma.
Annað: Hingað til lands eru væntanlegir í apríl bunki af íslenskum listamönnum. M.a. Múm, Apparat og Egill Sæbjörnsson. Nóg að gerast krakkar mínir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli