12. mar. 2004

ég er svona að spá í hver krafturinn. er vísbendingarnar eru þessar: hann linkar í mig og tjaldinn, hann kvótar john lennon og hann kennir sig við kratískan kommúnisma. þetta þrengir hringinn nokkuð en ekki nóg eins og er.

annars kynnti michela mig fyrir skvatti í kvöld. ég reyndar geng fram hjá húsinu í hvert sinn sem ég fer í skólann en hef ekki komið inn fyrir fyrr en nú. ósköp huggulegur staður fullur af sósíalískum áróðri og pönki í bland, ég ætla að fara að venja komur mína þangað enda liggur staðurinn beinast við að loknum hollenskutímum.

annars er fátt að frétta, nágrannakonan er enn á lífi og eldaði handa mér mat í gær, svona sem þökk fyrir hjálpina nóttina forðum. og jú þetta:

ég keypi mér kjöt í albert heijn
á kostaboði heldur betur
reyndist mér steikin stór og væn
ég steiktaná pönnu og át hana upp til agna

Engin ummæli: