11. mar. 2004
já. þá er honum lokið þessum erfiða miðvikudegi. sem hófst hjá mér klukkan þrjú í nótt þegar stúlkan í næsta herbergi við mig bankaði á dyrnar hjá mér. þegar ég ansaði blasti við mér hún gjörsamlega útúr heiminum stúlkan sem tilkynnti mér að hún hefði tekið inn of stóran skammt af morfíni og valíum. að því loknu hrundi hún í gólfið og ég hringdi í lækni. sem talaði sama og enga ensku, líklega fyrsti hollendingurinn sem ég hitti sem talar sama og enga ensku. í sameiningu tókst okkur, honum í gegnum síma og mig að ná út úr nágranna mínum hversu margar töflur hún hafi tekið. mixtúra af átta voru það. læknirinn hugsaði sig um og stamaði svo út úr sér á hollensku með nokkrum enskuslettum að halda henni vakandi en kalla á sjúkrabíl ef hún missti meðvitund, eða að minnsta kosti var skildist mér það með mína takmörkuðu hollenskukunnáttu. svo við tóku þrír tímar af minni hálfu að halda henni á tjatti og arka með hana í göngutúr. þeir eru kannski orðnir þreyttir læknarnir á læknavaktinni að hlaupa á eftir fólki sem er út úr því og heldur að það hafi fengið sér fullmikið af dópi, en mér fannst þetta skuggalega kæruleysisleg viðbrögð hjá gaurnum. hvað um það, stúlkan lifði og var bara nokkuð sátt við það, ég var líka frekar feginn. jú krakkar mínir, svona er amsterdam fyrir ykkur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli