30. mar. 2004

Það er dulítið magnað að skeppa svona yfir í Belgíu og geta tjáð sig á hollensku (sem sumir kalla flæmsku þarna hinum megin). En það gerði ég svo um munaði, þar til í Brussel. Þar er fólk ekkert fyrir það að tala mikið hollensku. En ég keypti Tinna á hollensku (reyndar á flæmsku) og las hann í lestinni á leiðinni heim (til Amsterdam). Vitiði hvað Tinni heitir á hollensku (flæmsku)? Ég ætla að svara þessari spurningu: Hann heitir Kuifje. "De avonturen van Kuifje". Svo drakk ég 9 tegundir af belgískum bjór. Segi frá því í skýrslu til Andansmanna seinna.

Engin ummæli: