1. mar. 2004

Nú er úti mánudagur, ákaflega skýr og fagur. Vaknaði seint enda var Óskarspartý hér í gær. Minn vann veðmálið og átti flestar réttar ágiskanir um verðlauna hafa. Sean Penn skemmdi fyrir mér með leikarann. Mikið hefði verið kúl ef Bill Murray hefði tekið þetta. Ætli hann eigi nokkuð aftur séns.

En helgin er liðin og komin ný vika. Hjörleifur og Íris voru í bænum og við hittumst á laugardeginum. Ég ætlaði svona að sýna þeim bæinn, en á endanum voru það þau sem sýndu mér bæinn. Nú veit ég amk hvar er að finna handverkið og skransölurnar í bænum. Hvað um það. Þakka þeim fyrir skemmtilega laugardag.

En nú. Hollenskuheimanám sem fékk algjörlega að sitjá á hakanum yfir helgina.

Engin ummæli: