22. mar. 2004

Big Fish - heitir hún myndin sem ég sá í gær. Hörkugóð bara. Jájá - hörkugóð!

Bush hélt ræðu um daginn í tilefni af því að ár er liðið frá upphafi Írakstríðs. Þar mátti greina að hann er hættur að tala um gjörðeyðingarvopn (wmd) en þess í stað talar hann í sífellu um deyðandi wopn (deadly weapons). Ég stóð í þeirri meiningu að það lægi í eðli vopna að vera deyðandi. Ekki nema fólk telji t.d. gúmmíkylfur og vatnsbyssur til vopna.

Annars fór ég að mótmæla Íraksstríði og hersetunni á de Dam um á laugardag. Það var ofsalegt rok þann daginn og sama dag hafði drottningarmóðirin látist. Það hefur væntanlega haft einhver áhrif á fjöldann. Þetta var ekki mikið meira en 3-4 hundruð. Eitthvað álíka var um lögreglumenn svo að allt í allt hafa þetta verið um 7 hundruð.

Engin ummæli: