Samkvæmt umræðum í gærkvöldi ku vorið koma í Evrópu þann 1. mars. Það er víst vordagurinn fyrsti. Ég var nú vantrúaður á þær fullyrðingar en svo vaknaði ég upp í dag og viti menn. Sólin skín og fuglarnir syngja og vorilmurinn liggur í loftinu. Það er komið vor. Og akkúrat núna sitja tvær spænskar stúlkur á svölunum fyrir utan eldhúsgluggann hjá mér og láta sólargeislana langþráðu sleikja sig og skríkja og Florian hinn þýski syngur með fallegri kontratenórs rödd sinni og flytur tóman bjórkassa til áfyllingar í LiDL og á körfuboltavellinum standa Piere og Sebastian og reykja. Ó, þetta er svo fallegt allt saman að ég brest í söng.
Fagur söngur fulga ómar
fyrir utan gluggann minn.
Florian með flöskur tómar
ferðast um með skuggann sinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli