Lín-deilan leyst. Eftir skæruhernað minn í gegnum tölvupóst á hendur LÍN hefur mér loks tekist að fá léðrétta stöðu mína hjá lánasjóðnum og á von á viðbótargreiðslu "ekki seinna en á morgun", eins og segir í tölvupóstinum frá því klukkan 10 í morgun.
Annars var ég að frétta það að Mastersverkefnið mitt á aðeins að vera 30 blaðsíður. Hmmm. Ha. Ég hugsa að ég nái varla að skrifa innganginn í minna máli. Nú þarf ég að endurskipuleggja mig. Ég hugsa samt að ég stelist til að hafa hana amk 40 síður. Í fyrsta sinn sem ég á í vandræðum með of lítinn blaðsíðufjölda. Ég er svo djöfulli skorinorður sko. Hljólátur og feiminn segja reyndar sumir. En ekki ég beibí, ekki ég.
Bless
Engin ummæli:
Skrifa ummæli