31. okt. 2005
Vanafesti. Þegar ég vann á Yddu fékk ég mér í flest hádegi túnfisksamloku frá texas og Egils sódavatn. Þegar ég var með aðsetur á Reykjavíkurakademíu var það jafna Júmbó túnfisksamloka og Hálfur lítir af Tópí. Nú er það Samlokubrauð með Goða kindakæfu og eplasaft. Í dag hrundi svo veröld mín þegar ég komst að því að ég hafði fyrir mistök keypt Goða skólakæfu sem er í alveg eins umbúðum og kindakæfan.
Dagurinn: ónýtur.
Dagurinn: ónýtur.
28. okt. 2005
Nú er klukkan orðin þrjú og eins og vanalega um þetta leyti á föstudögum er hugurinn haldinn heim á leið. En líkamlega er ég í vinnunni og hamra eitthvað svona bull inn á tölvuna til þess að eitthvert lífsmark heyrist úr skrifstofunni minni. Kannski ég hringi í Gulla svona til að svo virðist líka sem ég sé að sinna mikilvægum erindum.
En svo gæti ég nú bara líka unnið í alvörunni!
En svo gæti ég nú bara líka unnið í alvörunni!
26. okt. 2005
Annars voru í gær bókaðir fjórir miðar á þetta. Já! Svo verður Blonde Redhead að spila um svipað leyti og The Hitchhiker's Guide to the Galaxy Exhibition rétt að ljúka. Og svo bara London í heild sinni. Mikið hlakka ég til. Mikið.
Ef andinn væri yfir mér myndi ég skella hér fram stöku.
En hér er enginn andi. Frekar en vanalega.
Svo ég hætti þessu rugli og hleyp af stað.
Fór á fætur fyrir margar aldir og sturtaði mig og hellti upp á kaffi sem ég síðan drakk úr bolla og virti fyrir mér sjálfan mig og daginn framundan. Þormóður læddist á lappir og laumaði sér út svo að ég rétt náið í skottið á honum. Við héldum svo á venjubundinn morgunfund í s-einum.
En hér er enginn andi. Frekar en vanalega.
Svo ég hætti þessu rugli og hleyp af stað.
Fór á fætur fyrir margar aldir og sturtaði mig og hellti upp á kaffi sem ég síðan drakk úr bolla og virti fyrir mér sjálfan mig og daginn framundan. Þormóður læddist á lappir og laumaði sér út svo að ég rétt náið í skottið á honum. Við héldum svo á venjubundinn morgunfund í s-einum.
25. okt. 2005
Morgunbirtan vakti mig með hæglátu brosi og ég rauk af stað með strætó inn í framtíðina. Kristín var á sínum stað við strætóskýlið á Lækjartorgi en Þormóð vantaði í sætið við hliðina á mér. Ég saknaði návistar við hann á þessari stuttu leið en ég má kenna mér sjálfum um því ég bankaði ekki á dyrnar hjá honum á leið minni út.
Ráðgert er að skella sér á söngleik í London.
Svo virðist sem 50 þúsund kvenna frí hafi mest komið niður á símsvörun í fyrirtækjum. Samkvæmt fréttum a.m.k.
Ráðgert er að skella sér á söngleik í London.
Svo virðist sem 50 þúsund kvenna frí hafi mest komið niður á símsvörun í fyrirtækjum. Samkvæmt fréttum a.m.k.
24. okt. 2005
Mánudagur. Mána dagur. Moonday. Þormóður var ekki hrifinn í gær að þurfa að hefja á ný vinnuviku. Í strætó í morgun gat hann þó ekki beðið að komast í vinnuna. Ég er í vinnu núna. Reyndar mestmegnis að sinna öðrum hugðarefnum. Eða svona aukastarfinu sem kvikmyndarýnir. Að þessu sinni er það kvikmyndin Africa United sem rýnt verður í.
London er það svo síðustu helgina í nóvember.
London er það svo síðustu helgina í nóvember.
21. okt. 2005
Ég held ég sé einn í húsinu. Einn og það eina sem ég heyri er fingrasláttur minn á lyklaborðinu sem brýtur takt klukkunnar sem hangir á veggnum hjá mér. Hangir hér í vinnunni eins og ég. Dagurinn farinn að skima í átt til kvöldsins og hugur minn löngu haldinn heim á leið.
í dúett klukkutifsins og fingrasláttsins bætist fjarlægur ómur radda vinnufélaga minna. Ég er ekki lengur einn. "Enginn er eyland," gæti sólargeislinn sem læðist fyrir aftan mig verið að hvísla að mér. Í tríóið hefur bæst urg kaffivélarinnar inni í eldhúsi. Söngurinn er fyllir mig lífi, blæs í mig þrótt og brátt stend ég upp því viðlagið er á næsta leiti og þá get ég sungið með.
í dúett klukkutifsins og fingrasláttsins bætist fjarlægur ómur radda vinnufélaga minna. Ég er ekki lengur einn. "Enginn er eyland," gæti sólargeislinn sem læðist fyrir aftan mig verið að hvísla að mér. Í tríóið hefur bæst urg kaffivélarinnar inni í eldhúsi. Söngurinn er fyllir mig lífi, blæs í mig þrótt og brátt stend ég upp því viðlagið er á næsta leiti og þá get ég sungið með.
Enginn spurði vorið hvort það vildi koma á undan sumrinu
þessi vinnuvika hefur liðið. Svo sem eins og aðrar vikur. Því vikur eru tími og tíminn líður og tíminn er eins og vatnið.
Var vinnuvikan þá blaut? Það veit ég ekki. Ég eyddi henni mestmegnis uppi í rúmi. Lasinn. En ég komst líka á airwaves. Ég náði líka að nota texta Stefáns Hilmarssonar sem dæmi í kennslu í Háskólanum. Þá held ég eigi ekkert eftir nema að gifta mig og eignast börn. Að því loknu get ég dáið og fallið í gleymsku.
þessi vinnuvika hefur liðið. Svo sem eins og aðrar vikur. Því vikur eru tími og tíminn líður og tíminn er eins og vatnið.
Var vinnuvikan þá blaut? Það veit ég ekki. Ég eyddi henni mestmegnis uppi í rúmi. Lasinn. En ég komst líka á airwaves. Ég náði líka að nota texta Stefáns Hilmarssonar sem dæmi í kennslu í Háskólanum. Þá held ég eigi ekkert eftir nema að gifta mig og eignast börn. Að því loknu get ég dáið og fallið í gleymsku.
17. okt. 2005
Fer ekkert sérstaklega út í lýsingar á því sem ég aðhafðist á klóstinu áðan. Vísa í fyrri færslu. Hins vegar fórum við Jóhanna í rómaðan markað á Mýrargötunni sem Huxy benti mér á um daginn. Við fórum þangað með það að markmiði að skoða, enda var göngutúrinn farinn einkum tið að ferskja loftið í lungum Jóhönnu. Engu að síður komum við út með nokkrar gripi, appelsínugulan kúst, grænt kústskaft, pizzabökunarplötu, ávaxta- og kartöfluskrælara og segul til að hengja hnífa á vegg. Ég er mikill kiddsjengadjettmaður. Hið stefnum því á aðra ferð næstu helgi.
14. okt. 2005
Nú fyrir stundu tilkynntu framleiðendur Bond myndanna hver mun fara með hlutverk kappans sjálfs í næstu mynd. Það er Englendingurinn Daniel Craig. Sjálfur hafði ég hálfpartinn búist við Clive Owen í hlutverkið. Hann tel ég vera næstbesta kostinn á eftir Pierce gamla. Ég er alveg á því að Pierce var nánast fullkominn fyrir hlutverkið. Einnig hefði verið gaman að sjá Hugh Jackman í hlutverkinu. Hann hefði t.d. hentað vel fyrir einmitt næstu mynd, Casino Royale, sem er byggð á fyrstu bókinni um Bond. Ég hlakka amk til að sjá þá mynd og það er bara að vona ao Craig skili sínu.
Nú er ég farinn. Hvílíkur gæða texti annars. Eitt sinn skrifaði ég grein um textagerð Stefáns Hilmarssonar. Það kom mér á óvart þá að Nú er ég farinn var einmitt ekki eftir hann heldur Gumma. Þetta er annars nokkuð dæmigerður stíll og efnistök fyrir Stebba.
Allt er á tjá og tundri
get ekki fötin mín fundið.
Ei hissa þó þig undri.
Er svipur hjá sjónu?
Framlágur er heldur kappinn.
Floginn um hvippinn og hvappinn.
Ég verð að safna í sarpinn
og sofa hjá Jónu.
Ég bið um frið, æ gef mér grið.
Ég verð að hvílast stundarkorn.
Ó, ekki meir, ég er eins og leir.
Ég spyr: Færðu aldrei nóg?
Nú er ég farinn.
Meinilla farinn og búinn að vera.
Þverrandi þor, ekkert hægt að gera.
Nú er ég farinn!
Með hausgarminn undir hendi
ég henni tóninn minn sendi.
Veit ekki hvar ég lendi.
Ég er loðinn um nárann.
Nú finnst mér mál að linni.
Verð ekki lengur hér inni.
Ég vona bara að hún finni mig ekki í fjöru.
Ég bið um frið...
Nú er ég farinn...
Kannski get ég notað sálartexta sem dæmi þegar ég fer í stílfræðina í næstu tímum!?
Allt er á tjá og tundri
get ekki fötin mín fundið.
Ei hissa þó þig undri.
Er svipur hjá sjónu?
Framlágur er heldur kappinn.
Floginn um hvippinn og hvappinn.
Ég verð að safna í sarpinn
og sofa hjá Jónu.
Ég bið um frið, æ gef mér grið.
Ég verð að hvílast stundarkorn.
Ó, ekki meir, ég er eins og leir.
Ég spyr: Færðu aldrei nóg?
Nú er ég farinn.
Meinilla farinn og búinn að vera.
Þverrandi þor, ekkert hægt að gera.
Nú er ég farinn!
Með hausgarminn undir hendi
ég henni tóninn minn sendi.
Veit ekki hvar ég lendi.
Ég er loðinn um nárann.
Nú finnst mér mál að linni.
Verð ekki lengur hér inni.
Ég vona bara að hún finni mig ekki í fjöru.
Ég bið um frið...
Nú er ég farinn...
Kannski get ég notað sálartexta sem dæmi þegar ég fer í stílfræðina í næstu tímum!?
Ég hef fjárfest í miða á loftbylgjurnar - 11.400 takk fyrir það gamli refur - ha í kvöld? mummi - já - kvikymdatónleikar voru bezta skemmtun - sjá - ójá.
Nú er dagur föstu og ég græt ei meir - mest var af vondum böndum í gær - Jeff hver stóð þó uppúr - já - mér finnst jeff hver bara fínt samsafn tónlistar.
En nú er mál að linni - verð ekki lengur hér inni
Nú er dagur föstu og ég græt ei meir - mest var af vondum böndum í gær - Jeff hver stóð þó uppúr - já - mér finnst jeff hver bara fínt samsafn tónlistar.
En nú er mál að linni - verð ekki lengur hér inni
12. okt. 2005
Já, merkilegt kerfi sem ég skil ekki. Strætó tekur mig í vinnuna. Í dag var hann seinn. S-einn. Nú, svo þegar við komum í Fjörðinn þá drepur bílstjórinn á vagninum og tilkynnir mér að hann sé orðinn svo seinn að hann fari ekkert áfram út á Ásvelli fyrr en eftir tíu mínútur. Ha, segi ég? Ertu orðinn svo seinn að þú ætlar að verða enn seinni? Já, sagði bílstjórinn, gekk út úr vagninum og lokaði mig inni.
Ég varð fyrir vikið korteri og seinn í vinnuna.
Volvókaupin komin einu skrefi nær raunveruleikanum.
Ég varð fyrir vikið korteri og seinn í vinnuna.
Volvókaupin komin einu skrefi nær raunveruleikanum.
11. okt. 2005
Að hafa ekkert að segja: "man ekki hvað ég ætlaði að blogga en..."
eða "var búinn að blogga vel en svo hvarf færslan"
Annar hef ég mest lítið að segja svona fyrir utan það að ég er hálfóvinnufær sökum axlarverja. Það er vöðvabólga ellegar klemmd taug er að angra mig svo mikið að ég held ég þurfi barasta að fara heim að leggja mig. Svei mér!
eða "var búinn að blogga vel en svo hvarf færslan"
Annar hef ég mest lítið að segja svona fyrir utan það að ég er hálfóvinnufær sökum axlarverja. Það er vöðvabólga ellegar klemmd taug er að angra mig svo mikið að ég held ég þurfi barasta að fara heim að leggja mig. Svei mér!
10. okt. 2005
Með tak í baki ligg i uppá laki og horfið á þakið á næsta húsi.
Á laugardag var hér partý sökum afmæla þornanna þriggja, þórarins, þorra og þrándar.
Komið hefur verið upp sjónvarpsmiðstöð á heimilinu. Þetta er dálítið sjúkt.
Á laugardag var hér partý sökum afmæla þornanna þriggja, þórarins, þorra og þrándar.
Komið hefur verið upp sjónvarpsmiðstöð á heimilinu. Þetta er dálítið sjúkt.
7. okt. 2005
It's Friday, I'm in love - like other days. Bottleday as it is so eloquently put in Icelandic!
Ég uppgötvaði það á leið minni til vinnu, í strætisvagninum sem stóð undir nafni og var s-einn, að ég mun aldrei upplifa framtíðina.
of seinn
í strætó
uppgötvaði ég
mér til ómældrar gremju
að framtíðina mun ég aldrei upplifa
þegar hún loksins kemur
verður hún aðeins að brotakenndu núi
í örskotsstund
áður en hún umbreytist samstundis
í fortíðina
að eilífu
eða eitthvað á þá leið. Svo er kominn tími til að ríkislögreglustjóri, Halli Joh, segi af sér. Manninum er alls ekki stætt að stjórna lögregluríkinu. Bóbó liðþjálfi ætti líka að hætta. Og fleiri og fleiri. Um þetta reit ég grein sem ég birti aldrei. Það var svo sem ágætt líka.
Hvað á annars að gera um helgina krakkar? Sjálfur ætla ég að drekka mig fullan og taka svo þátt í orgíunni á sirkus. Kynsvall, kynsvall, kynsvall!
Ég uppgötvaði það á leið minni til vinnu, í strætisvagninum sem stóð undir nafni og var s-einn, að ég mun aldrei upplifa framtíðina.
of seinn
í strætó
uppgötvaði ég
mér til ómældrar gremju
að framtíðina mun ég aldrei upplifa
þegar hún loksins kemur
verður hún aðeins að brotakenndu núi
í örskotsstund
áður en hún umbreytist samstundis
í fortíðina
að eilífu
eða eitthvað á þá leið. Svo er kominn tími til að ríkislögreglustjóri, Halli Joh, segi af sér. Manninum er alls ekki stætt að stjórna lögregluríkinu. Bóbó liðþjálfi ætti líka að hætta. Og fleiri og fleiri. Um þetta reit ég grein sem ég birti aldrei. Það var svo sem ágætt líka.
Hvað á annars að gera um helgina krakkar? Sjálfur ætla ég að drekka mig fullan og taka svo þátt í orgíunni á sirkus. Kynsvall, kynsvall, kynsvall!
5. okt. 2005
I saw a nice film last night at the film festival. george michael. a fine strip i must say. dáldil nóstalgía í byrjun þegar myndbútar í fyrstu lögum wham! voru sýndir. wham er svona það fyrsta sem ég man í músíkvídeóum. var það í skonrokki? þessi kvikmyndahátíð er til að auka trú mína á bíómenningu á íslandi. hún virðist staðfesta að landann þyrsti í fjölbreyttara kvikmyndaúrval, ekki þessar endalausu hollíwúdd kvikmyndir á færibandi. í amsterdam var megnið frá hollíwúdd, en þar mátti líka finna fjöldan allan af myndum víðsvegar frá. ég held að það sé lygi hjá kvikmyndahúsum að ekki sé markaður fyrir "erlendar" myndir á íslandi. ég held líka að það sé lygi að það séu bíógestir sem heimti hlé í bíó. í gær var hlé og óþreyjustuna færðist yfir salinn þegar það hófst, og í nærfullum salnum held ég að um fimmtán manns hafi staðið upp og yfirgefið salinn, restin beið spennt eftir að myndin hæfist á ný.
4. okt. 2005
Mig verkjar í sálina að sjá bifreiðamenningu í Reykjavík og nágrenni. I guess in 90 percent of the time there is only the driver in the car. This is completely insane, and of course a waste of natural resources! Nei, þetta er algjör klikkun. Gjörsamlega. Algjör. Fyrir nú utan það að megnið af ferðunum eru styttri en 3 kílómetrar. Halló krakkar mínir. Við þurfum að gera eitthvað. Ég er, held ég, hættur við að kaupa mér bíl. Ef ég geri það verður það eingöngu til að keyra sjaldan og langt í hvert sinni. And that?s it.
I am spartacus. Finnur writes in english on his blog. I don't know why. He says because he's got traffic from outericeland. My girlfriend is swedish, I should write mine in swedish. But I also have friends from all over the world, sweden, denmark, germany, portugal, italy, spain, usa, england, the netherlands, finland, canadia, china, palestine, israel, egypt, brazil, france, belgium, kroatia, slovenia... and some others which I cannot remember now, belarus, etc.
so - perhaps I should be writing in english also. I went to the International film festival on friday and again tonight, there all films have english subtitles, unless they are in english, then they have no subtitles, not even icelandic. that does not seem to bother the icelandic crowd, but it pleases the outericlandic crowd, like my johanna. due to that we where able to watch a czech film tonight, shark in the head or ?ralok v hlavé.
so like the filmfestival this blog should have english suptitle, that's the message I'm trying to get trallaral
so - perhaps I should be writing in english also. I went to the International film festival on friday and again tonight, there all films have english subtitles, unless they are in english, then they have no subtitles, not even icelandic. that does not seem to bother the icelandic crowd, but it pleases the outericlandic crowd, like my johanna. due to that we where able to watch a czech film tonight, shark in the head or ?ralok v hlavé.
so like the filmfestival this blog should have english suptitle, that's the message I'm trying to get trallaral
3. okt. 2005
Ég veit ekki enn hvernig ég á að snúa nýju skrifstofunni minni. Upp eða suður? Nota vikuna til að finna út úr þessu. Ekki fór ég á blinderí um helgina heldur hélt mér léttum sem fiðri nema fyrir utan stauperíið með lúlla á fös. djös. Sný áfram skrifstofunni í huganum. Duke var fínn í langholdskirkju. það var í raun stórfínt. kvikmyndahátíð á fös, fordrykkur und matur í boði Íslandsbanka. enda geri ég kröfur, þó enginn námsmaður hér á ferð. ónei!
latur ? - já
latur ? - já
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)