Síðustu dagar!
30. apríl er svokallaður koninginnedag í Hollandi. Þá fagna Hollendingar afmæli drottningar sinnar. Reyndar er þetta ekki afmælisdagur hennar heldur mömmu hennar, Júlíönu, sem var einmitt drottning hér á árum áður. Beatrix núverandi drottning á hins vegar afmæli 31. janúar, en Hollendingum finnst algjör vitleysa að hafa koninginnedag í janúar þegar kuldi og rigning ríkir. Þess vegna halda þeir daginn bara áfram hátíðlegan á afmælisdegi Júlíönu.
Á drottningardegi verður landið allt appelsínugult, sem er einkennislitur Hollands og táknar House of Orange, sem er konungsættin í Hollandi. Appelsínugulir fánar hanga uppi flestir klæðast einhverjur appelsínugulu. Á drottningardegi er verslun gefin frjáls og allar götur breytast í einn risastóran flóamarkað, allir sem hafa eitthvað að selja selja eitthvað og hægt er að gera góðkaup svo um munar.
Á drottningardegi færa krárnar bjórkrana sína út á götur og hægt er að versla bjór og aðra drykki á hverju götuhorni og hverri brú, sem eru ófáar í borginni.
En það er ekki bara drottningardagur sem er hátíðlegur. Drottningarkvöld (koninginnenach) er kvöldið fyrir drottningardag og er sennilega mesti fylleríssamkoma Hollendinga. Þá er djammað langt framundir morgun og margir hætta bara ekkert að djamma fyrr en drottningardegi lýkur.
Og nú er 1. maí. Þá er ekkert um að vera í Hollandi. Magnað ekki satt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli