5. maí 2004

Dagar: Á morgun halda Hollendingar hátíðlegan frelsisdaginn (Bevrijdingsdag) til minnis um þegar bandamenn frelsuðu landið undan þýsku hernámi. Frelsun þessi stóð svo sem í hartnær ár frá sept. 1944 fram í maí 1945. En dagurinn 5. maí 1945 gáfust þjóðverjar upp og Holland í raun ekki frelsað að fullu fyrr en þa. Í dag hins vegar er minningardagurinn (Nationale Herdenking). Þá minnast Hollendingar þeirra sem féllu í seinna stríði. Klukkan presæs átta um kvöld er tveggja mínútna þögn þar sem jafnvel bíóhúsin slökkva á myndum sem eru í gagni. Þögninni er sjónvarpað bein og fylgdist ég með henni, þegjandi að sjálfsögðu. Af þögninni lokinni hófst svo sýning á myninni "Anna Frank - the whole story" fjögurra tíma mynd með auglýsingahléum.

Ég og Miss Notley og Dima horfðum á, með grátbólgna augahvarma undir lokin. Það er dálítið magnað þegar maður horfir á svona myndir, þó maður viti hvernig þær enda, að maður heldur í einhverja von. "jájá" sagði ég í hljóði við sjálfan mig "hún sleppur nú kannski frá þessu stelpan. neinei hún fer nú ekkert að deyja þarna í útrýmingarbúðunum, stríðið er nánast búið". Það sama hugsaði ég þegar ég sá Títanikk hér um árið "neinei, þau hljóta nú að sleppa fram hjá ísjakanum, ég meina þetta er glænýtt skip, það fer ekkert að sökkva þarna". Já, maður er svo klikkaður.

segjum þetta

Engin ummæli: