Annars er ég nú bara að hlusta á Megas (einnig þekktur sem Meistari Megas (þess má geta að væntanlega má kalla mig bráðum Meistara Hjört)) sem hefur verið að syngja Stenka Rasin nú í sex mínútur og ellefu sekúndur og á rúmar tvær mínútur eftir.
Það ku vera tízka bloggheimum að launa link fyrir link. Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson linkar á mig og að sjálfsögðu fær hann link á sig hér til vinstir. Kvitt!
Í öðrum fréttum: Ég er með einhverja andskotans pest. Kallið á prest.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli