Ég er ekki rauðhærður. Það hefur samt aldrei háð mér.
Megni morgunsins eytt í statusreport til leiðbeinöndunnar. Ég sagði henni bara að fara til fjandans og henti í hana inngangnum að ritgerðinni. Sagðist ekki hafa tíma í svona report bull. Sem er gott því nú er ég búinn að skrifa innganginn, sem einmitt er einn tíundi af ráðgerðri lengdi ritgerðarinnar.
Á tölvunni minn stendur: "WARNING: To reduce risk of serious injury to hands, wrists or other joints, read Safety & Comfort Guide." Ég hefði betur átt að fara eftir þessu þegar ég sá þetta fyrst því nú finn ég fyrir stingandi sársauka í hver sinn sem ég slæ 3, e, d og c á lyklaborðinu. Með örðum orðum: Hreyfing löngutangar á vinstri hendi leiðir til sársauka í framhandlegg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli