Hvað eiga Íslendingur, tveir Grikkir, Breti, tveir Ítalir, Ástrali, Kanadabúi, Þjóðverji, Dani, Frakki og Spánverji sameiginlegt? Jú, þetta eru allt Evrópubúar, nema Kanadabúinn og Ástralinn, sem að vísu búa í Evrópu um þessar mundir. Það var skemmtileg stemming í Evróvísjónpartíinu í gær. Ekki náði Jónsi að landa sigrinum og ekki heldur Hollendingarnir sem ég hélt með. Ég bjóst nú við að More than words númerið myndi ganga í Evrópska alþýðu, en ónei.
Í fjöldamörg ár hefur Terry Wogan lýst keppninni á BBC. Það gerði hann líka í gær en í þetta sinn var ég að hlusta. Nú neita ég að horfa á Evróvísjón án þess að Terry Wogan lýsi henni. Hann er einfaldlega schníllíngur!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli