15. maí 2004

Ég er ekki haldinn átfýsn. Alkóhólisti er ég ekki þó vissulega þyki mér sopinn góður og sé yfir meðallagi drykkfelldur. Ekki er í fíkill í spil og spennufíkn er mér fjarri. Hinsvegar er ég ósköp svag fyrir Evróvísjón.

Jú, í kvöld mun ég reyna að fyllast stolti yfir Jónsa skápahomma og kompaníi. Lagið þykir mér afburða vont en framlag Íslendinga er það og sem slíkur á erlendri grund ber mér skylda, ekki satt, til að standa sem útvörður míns lands og sýna stuðning minn í verki. Þess vegna ætla ég að taka þátt í símakosningu og kjósa Ísland. Já, nú má ég kjósa Ísland. Áfram Ísland og áfram Jónsi skápahommi, vertu landssómi í kvöld. Við treystum á þig.

Engin ummæli: