4. maí 2004

Einhver skrifaði um blogg í íslenskum fjölmiðlum um daginn. Þar sem ég les ekki íslenska fjölmiðla (og nú gætu margir haldið að það sé vegna þess að ég sé í fílu út í íslenska fjölmiðla þar sem enginn þeirra vildi mig í vinnu í sumar en svo er nú ekki) veit ég svo sem ekki nákvæmlega hvað þar stóð skrifað en eitthvað hefur það verið á borð við: "blogg er ekkert annað en sjálfsrúnk nafnlausra athyglissjúklinga þar sem allt um ekkert er látið flakka" eftir því sem ég heyrði svona útundan mér. Við gætum jafnvel sagt að lítill fugl hefði hvíslað því að mér.

Þröstur (þó ekki sá sem hvíslaði í eyru mín) hefur greinilega ekki lesið mitt blogg. Því ekki læt ég allt flakka á þessu bloggi. En það er nú kannski að því að ég veit að hún móðir mín les flest sem hér er skrifað og eins og flestir góðir synir þá hlífi ég nú henni móður minni við öllu gorinu. Þess vegna læt ég það alveg í friði að pósta hér inn stórkallalegar lýsingar á kynlífi mínu eða eiturlyfjaneyslu heldur læt mér nægja að segja frá því í nokkrum orðum hvað ég er duglegur að læra og útdeili visku minni um hollenska menningu.

Ef lesendur frjettabrjefsins vilja skoða ömurblogg þar sem allt er látið flakka með atyrðum saurslegum lýsingum tilfinningaástands mæli ég með þessu.

Engin ummæli: