10. maí 2004

Heimurinn er fullur af óvæntum uppákomum og ánægju. Einn góðan mánudag opnar maður blogger.com og sko til, bara komið nýtt kerfi og útlit. Það er auðvelt að gleðja auma sál.

Annars er kominn nýr liður hér í frjettabrjefinu. "Botnaðu nú barnið mitt" heitir hann og gengur út á að á hverjum mánudegi, og kannski oftar, skelli ég fram fyrriparti sem þið, lesendur góðir, botnið. Kemur hér sá fyrsti:

Það er auðvelt að gleðja auma sál
einkum á mánudögum.


Annars er fpm í bænum og mikil gleði. Mér telst til að við höfum heimsótt tíu bari só far. Sem er ekki slæmt.

Skjáumst
Hjössi frjálsi talar frá A'dam

Engin ummæli: