15. maí 2004

Ertu fullur Hjörtur? Ef þú ert ekki að tala um ást og hamingju, nei þá er ég alls ekki fullur. En kannski verð ég það í kvöld þegar Jónsi skápahommi hefur landað sigrinum.

Ekki þótti mér nú seinasta færsla svo góð að ég sá mig knúinn til að birta hana tvisvar. Þetta er eitthvert klikkelsi í bögger.com. Hinvegar má ég til með að benda á hann Þokkalega minn. Hann er líklega einn besti bloggstílist sem umgetur í íslenskir bloggsögu.

Hver er annars munur á leigubílum og bílaleigubílum? Ættu ekki bílaleigur að leigja út leigubíla? Ég legg til að við leggjum niður orðið bílaleigubíll. Notum hið gullfallega alþjóðlega orð, taxi, fyrir það sem nú þekkist sem leigubíll og leigubíla í stað orðskrípisins bílaleigubíll. Það er svona eins og fiskbúðarfiskur, skóbúðarskór, skíðaleiguskíði, menntaskólamenntun, bensínstöðvabensín eða álíka.

Engin ummæli: