16. maí 2004
Í klukkutíma og hálftíma betur hefi ég starað á tölvuskjáinn með fingurna í viðbragðsstöðu í tilraun til að skrifa eitthvað gáfulegt um orðræðuagnir. Fram að þessu hefi ég ritað orðin tvö: "It is". Ég reyndi að byrja örðuvísi. Reit: "It seems". Nei, heilastarfsemin er ekki uppá sitt besta í dag. Þetta mætti einnig orða svo: Heilastarfsemin er ekki að vera upp á sitt besta í dag. Með öðrum orðum: Ég er ekki að gera góða hluti. Mál til komið að hætta og lesa í bókinn Everything is illuminated. Það er líklega bezta stykki sem ég hefi lesið, tja... lengi!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli