19. maí 2004

Fyrir utan gluggann minn tínir óskabarn ógæfunnar litmjúkar dauðarósir og brosir í laumi.

Ég held samt ótrauður vinnu minni á meðan það blæðir úr morgunsárinu.

Ég las það í blaði um daginn að Jónas E. Svafár væri látinn. Hann varð snemma einn af mínum eftirlætis módernistum. Hann er það enn. Blessuð sé minnig hans.

Kaffið mitt gerir fátt annað en að kólna í bollanum. Ég ætla að klára það og halda áfram vinnu minni sem í dag er fólgin í að telja klausur.

Engin ummæli: