27. maí 2004

Þekki ég alla? Nei, en kannski svona einn tíunda. Já, hér eru vissulega mörg andlitin kunnugleg.

Pixið var frábært. Svo mörg eru þau orð. Enda fátt annað um það að segja.

Flugstöðvar: Einn dag ætla ég að skrifa um þær. Nú hringir Hulli dyrabjöllunni

25. maí 2004

Djöfulsins traktór er þessi tölva mín. Hún höktir þetta áfram á 5 metra hraða á klukkustund. Eða hvur fjandans sem mælieiningar eru fyrrir hraða á tölvum.

Annars er þetta ekki nema rétt rúmur sólarhringur þar til ég verð á Íslandi, Íslandi, Íslandinu góða. Svei mér þá.

Undanfarnir dagar hafa farið í massív ritgerðarskrif. Næstu daga ætla ég mestmegnis að vera í fríi.

Jú, svo var geislaspilaranum mínum stolið á samt hátölurunum sem ég var með í láni frá foreldrum mínum. Jöflans andskotans drullu glæpalýður hér í þessu nágrenni. Ógeð, ógeð, ógeð. Hins vegar er útlitið bjart framundan því 1. júl flyt ég á Prinsengracht. M.ö.o. nokkurnveginn niðrí miðbæ

....................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
Djöfulsins traktór er þessi tölva mín. Hún höktir þetta áfram á 5 metra hraða á klukkustund. Eða hvur fjandans sem mælieiningar eru fyrrir hraða á tölvum.

Annars er þetta ekki nema rétt rúmur sólarhringur þar til ég verð á Íslandi, Íslandi, Íslandinu góða. Svei mér þá.

Undanfarnir dagar hafa farið í massív ritgerðarskrif. Næstu daga ætla ég mestmegnis að vera í fríi.

Jú, svo var geislaspilaranum mínum stolið á samt hátölurunum sem ég var með í láni frá foreldrum mínum. Jöflans andskotans drullu glæpalýður hér í þessu nágrenni. Ógeð, ógeð, ógeð. Hins vegar er útlitið bjart framundan því 1. júl flyt ég á Prinsengracht. M.ö.o. nokkurnveginn niðrí miðbæ

....................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................

21. maí 2004

Það er bara svona. Grillveisla á Dolhaantjestraat. En Hjössinn situr inni hjá sér og lætur kámuga fingur Rolling Stones káfa á sál sinni.

Ekki var ég einn af þeim 20 sem slösuðust í lestarslysinu í dag, enda kom ég ekki nærri Centraal Station í dag, frekar en aðra daga upp á síðkastið.
Ég vona að ógæfan sem fylgir því að myrða köngurváfur sé ekki í réttu hlutfalli við stærð þeirra. Rétt í þessu var ég að drepa stærðar köngurváfu, ekki ósvipaða þessari:



Annars er maður nú að mestu að skrifa MA-verkefni þessa dagana. Áttaði mig á því að ég gerði stærðar skyssu í tölfræði útreikningum sem urðu til þess að allar niðurstöður á 'þú veist' voru rangar. Ég þarf því að skrifa heilan kafla upp á nýtt. Já það er gaman að þessu. Og svona mistök gerir maður þrátt fyrir náttúrulegan skilning á stærðfræði. Skrýtið!

19. maí 2004

Liðurinni "botnaðu nú barnið mitt" hlaut gríðar góðar undirtektir. Síðasta mánudag átti að birtast hér fyrripartur. Það gleymdist. Birtist hann hér nú:

Hollensk þjóð er heimi góð
hávaxin og fögur
Fyrir utan gluggann minn tínir óskabarn ógæfunnar litmjúkar dauðarósir og brosir í laumi.

Ég held samt ótrauður vinnu minni á meðan það blæðir úr morgunsárinu.

Ég las það í blaði um daginn að Jónas E. Svafár væri látinn. Hann varð snemma einn af mínum eftirlætis módernistum. Hann er það enn. Blessuð sé minnig hans.

Kaffið mitt gerir fátt annað en að kólna í bollanum. Ég ætla að klára það og halda áfram vinnu minni sem í dag er fólgin í að telja klausur.

18. maí 2004

Vinnudagur minn hefir lengst um fjórar klukkustundir. Nú sit ég við skriftir og athugnair fram yfir miðnætti. Að því loknu slökun í tvær klukkustundir og svo svefn hinna réttlátu í um sjö stundir. Svona líða dagarnir lífs míns og það er eins og þeir hafi glatað lit sínum, um stund.

Ég sá my

16. maí 2004

Í klukkutíma og hálftíma betur hefi ég starað á tölvuskjáinn með fingurna í viðbragðsstöðu í tilraun til að skrifa eitthvað gáfulegt um orðræðuagnir. Fram að þessu hefi ég ritað orðin tvö: "It is". Ég reyndi að byrja örðuvísi. Reit: "It seems". Nei, heilastarfsemin er ekki uppá sitt besta í dag. Þetta mætti einnig orða svo: Heilastarfsemin er ekki að vera upp á sitt besta í dag. Með öðrum orðum: Ég er ekki að gera góða hluti. Mál til komið að hætta og lesa í bókinni Everything is illuminated. Það er líklega bezta stykki sem ég hefi lesið, tja... lengi!
Í klukkutíma og hálftíma betur hefi ég starað á tölvuskjáinn með fingurna í viðbragðsstöðu í tilraun til að skrifa eitthvað gáfulegt um orðræðuagnir. Fram að þessu hefi ég ritað orðin tvö: "It is". Ég reyndi að byrja örðuvísi. Reit: "It seems". Nei, heilastarfsemin er ekki uppá sitt besta í dag. Þetta mætti einnig orða svo: Heilastarfsemin er ekki að vera upp á sitt besta í dag. Með öðrum orðum: Ég er ekki að gera góða hluti. Mál til komið að hætta og lesa í bókinn Everything is illuminated. Það er líklega bezta stykki sem ég hefi lesið, tja... lengi!
Hvað eiga Íslendingur, tveir Grikkir, Breti, tveir Ítalir, Ástrali, Kanadabúi, Þjóðverji, Dani, Frakki og Spánverji sameiginlegt? Jú, þetta eru allt Evrópubúar, nema Kanadabúinn og Ástralinn, sem að vísu búa í Evrópu um þessar mundir. Það var skemmtileg stemming í Evróvísjónpartíinu í gær. Ekki náði Jónsi að landa sigrinum og ekki heldur Hollendingarnir sem ég hélt með. Ég bjóst nú við að More than words númerið myndi ganga í Evrópska alþýðu, en ónei.

Í fjöldamörg ár hefur Terry Wogan lýst keppninni á BBC. Það gerði hann líka í gær en í þetta sinn var ég að hlusta. Nú neita ég að horfa á Evróvísjón án þess að Terry Wogan lýsi henni. Hann er einfaldlega schníllíngur!!

15. maí 2004

Ertu fullur Hjörtur? Ef þú ert ekki að tala um ást og hamingju, nei þá er ég alls ekki fullur. En kannski verð ég það í kvöld þegar Jónsi skápahommi hefur landað sigrinum.

Ekki þótti mér nú seinasta færsla svo góð að ég sá mig knúinn til að birta hana tvisvar. Þetta er eitthvert klikkelsi í bögger.com. Hinvegar má ég til með að benda á hann Þokkalega minn. Hann er líklega einn besti bloggstílist sem umgetur í íslenskir bloggsögu.

Hver er annars munur á leigubílum og bílaleigubílum? Ættu ekki bílaleigur að leigja út leigubíla? Ég legg til að við leggjum niður orðið bílaleigubíll. Notum hið gullfallega alþjóðlega orð, taxi, fyrir það sem nú þekkist sem leigubíll og leigubíla í stað orðskrípisins bílaleigubíll. Það er svona eins og fiskbúðarfiskur, skóbúðarskór, skíðaleiguskíði, menntaskólamenntun, bensínstöðvabensín eða álíka.
Ég er ekki haldinn átfýsn. Alkóhólisti er ég ekki þó vissulega þyki mér sopinn góður og sé yfir meðallagi drykkfelldur. Ekki er í fíkill í spil og spennufíkn er mér fjarri. Hinsvegar er ég ósköp svag fyrir Evróvísjón.

Jú, í kvöld mun ég reyna að fyllast stolti yfir Jónsa skápahomma og kompaníi. Lagið þykir mér afburða vont en framlag Íslendinga er það og sem slíkur á erlendri grund ber mér skylda, ekki satt, til að standa sem útvörður míns lands og sýna stuðning minn í verki. Þess vegna ætla ég að taka þátt í símakosningu og kjósa Ísland. Já, nú má ég kjósa Ísland. Áfram Ísland og áfram Jónsi skápahommi, vertu landssómi í kvöld. Við treystum á þig.

Ég er ekki haldinn átfýsn. Alkóhólisti er ég ekki þó vissulega þyki mér sopinn góður og sé yfir meðallagi drykkfelldur. Ekki er í fíkill í spil og spennufíkn er mér fjarri. Hinsvegar er ég ósköp svag fyrir Evróvísjón.

Jú, í kvöld mun ég reyna að fyllast stolti yfir Jónsa skápahomma og kompaníi. Lagið þykir mér afburða vont en framlag Íslendinga er það og sem slíkur á erlendri grund ber mér skylda, ekki satt, til að standa sem útvörður míns lands og sýna stuðning minn í verki. Þess vegna ætla ég að taka þátt í símakosningu og kjósa Ísland. Já, nú má ég kjósa Ísland. Áfram Ísland og áfram Jónsi skápahommi, vertu landssómi í kvöld. Við treystum á þig.

12. maí 2004

Johnny Cash! Áður hefi ég ritað niður orð á þessa síðu um þann meistara. En hann snýst nú í hringi um sjálfan sig og syngur melankólíska söngva um örlög kabbojahetjunnar.

Í dag er ég kvefaður því konan sem ég kyssi er kvefuð. Sit því hér með trefil í lopasokkum, sötrandi te bætt sólhattsdropum og líður eitthvað svo skáldlega. Fyrir aftan mig stendur óþolinnmóður dauðinn með næturmyrkrið í glasi. Ég skála við hann og held svo áfram tedrykkju minni, einn.

Amma mín, Guðbjörg, sem samt alltaf er kölluð Bagga, gaf mér einu sinni ritsafn Jóhanns Sigurjónssonar. Hún sagði mér að afi minn, sem þá var nýlátinn, hafi haldið mikið upp á Jóhann. Ég var úngur og vitlausari þá og fór ekki að lesa þetta ritsafn fyrr en fyrr en nokkrum árum seinna þegar ég stúderaði ljóðagerð við Háskóla Íslands hjá Sveini Skorra Höskuldssyni. Þá rann raunar upp fyrir mér hversu magnað ljóðskáld hann Jóhann var þó þekktari sé hann líklega fyrir leikritin sín.

Eitt af mínu eftirlæti er vel þekkt. Vögguvísan kunna Sofðu unga ástin mín. Síðasta erindið þar er algjört dúndur:

Sofðu, unga ástin mín,
- úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.

Það er margt sem myrkrið veit,
- minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur.

Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun bezt að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og sakna.


Og þetta var sungið fyrir mann saklausan krakkan á árum áður. Er það nema von að maður hafi vaxið upp til að vera vonlaus og þunglynd svefnpurka.

En annars er ég bara í þolanlegu skapi. Að hlusta á og lesa um raunir annarra virðist einhvern veginn koma manni í gott skap. Svona eins og maður hugsi: "Tja, ég hef það að minnsta kosti mun betra en þessi aumingjans ræfill." Þess vegna er gott að hlusta á Johnny Cash og lesa Jóhann Sigurjónsson.

11. maí 2004

Var það ekki skrýtið? Litlaus skýin horfðu á mig svörtum augum og þögðu.

Ég þakka fpm fyrir innlitið. Þetta var stórfínt.

She was into S&M and biblestudies, not everyone's cup of tea she would admit to me.

10. maí 2004

Heimurinn er fullur af óvæntum uppákomum og ánægju. Einn góðan mánudag opnar maður blogger.com og sko til, bara komið nýtt kerfi og útlit. Það er auðvelt að gleðja auma sál.

Annars er kominn nýr liður hér í frjettabrjefinu. "Botnaðu nú barnið mitt" heitir hann og gengur út á að á hverjum mánudegi, og kannski oftar, skelli ég fram fyrriparti sem þið, lesendur góðir, botnið. Kemur hér sá fyrsti:

Það er auðvelt að gleðja auma sál
einkum á mánudögum.


Annars er fpm í bænum og mikil gleði. Mér telst til að við höfum heimsótt tíu bari só far. Sem er ekki slæmt.

Skjáumst
Hjössi frjálsi talar frá A'dam

8. maí 2004

Það er 8. maí. Afi minn ,Ólafur Þorsteinsson, hefði orðið 88 ára í dag, muni ég fæðingarár hans rétt.

Í dag fæ ég gest. fpm ætlar að kíkja í frelsið. Ég gerði mér ferð í Albert Heijn í gær og verslaði nokkrar gerðir af belgískum bjór til að bjóða honum ásamt frikandellum. Það þýðiðr ekkert minna fyrir meistarann

Annars settist ég hér niður til að rita eitthvað áhugavert en er búinn að steingleyma hvað það var svo að ég skelli bara upp einni kvikmyndagetraun. Úr hvaða mynd er þetta: "Nobody puts Baby in the corner!"

Í verðlaun: Ein flaska af Hoegaarden Grand Cru

6. maí 2004

MIKID DJÖFULL ER THETTA VONT - Ó JÁ
Tölvuver í dag med tilheyrandi RÁS TVÖ!! Thar syngja piltarnir í Franz Ferdinand. Ég sá Franz Ferdinand fyrst á svidi hér í Amsterdam í lok október ad mig minni, sídasta ár. Thá sagdi ég vid Karinu, samferdakonu mina: "Thessir piltar munu ná langt, sannadu til, einhvern daginn mun ég hlusta á thá á RásTvö." Spá mín raittist.

5. maí 2004

Ég er ekki rauðhærður. Það hefur samt aldrei háð mér.

Megni morgunsins eytt í statusreport til leiðbeinöndunnar. Ég sagði henni bara að fara til fjandans og henti í hana inngangnum að ritgerðinni. Sagðist ekki hafa tíma í svona report bull. Sem er gott því nú er ég búinn að skrifa innganginn, sem einmitt er einn tíundi af ráðgerðri lengdi ritgerðarinnar.

Á tölvunni minn stendur: "WARNING: To reduce risk of serious injury to hands, wrists or other joints, read Safety & Comfort Guide." Ég hefði betur átt að fara eftir þessu þegar ég sá þetta fyrst því nú finn ég fyrir stingandi sársauka í hver sinn sem ég slæ 3, e, d og c á lyklaborðinu. Með örðum orðum: Hreyfing löngutangar á vinstri hendi leiðir til sársauka í framhandlegg.
öll blogg eru uppspuni - ég las það í blaði
hvar ég lá og þóttist sofa, hálfur á rúmi mínu og hálfur á rúmi óþekktrar konu, varð mér hugsað til fáránleika tilverunnar sem málar sig í framan á tyllidögum og stígur dans við tilgangsleysið
Dagar: Á morgun halda Hollendingar hátíðlegan frelsisdaginn (Bevrijdingsdag) til minnis um þegar bandamenn frelsuðu landið undan þýsku hernámi. Frelsun þessi stóð svo sem í hartnær ár frá sept. 1944 fram í maí 1945. En dagurinn 5. maí 1945 gáfust þjóðverjar upp og Holland í raun ekki frelsað að fullu fyrr en þa. Í dag hins vegar er minningardagurinn (Nationale Herdenking). Þá minnast Hollendingar þeirra sem féllu í seinna stríði. Klukkan presæs átta um kvöld er tveggja mínútna þögn þar sem jafnvel bíóhúsin slökkva á myndum sem eru í gagni. Þögninni er sjónvarpað bein og fylgdist ég með henni, þegjandi að sjálfsögðu. Af þögninni lokinni hófst svo sýning á myninni "Anna Frank - the whole story" fjögurra tíma mynd með auglýsingahléum.

Ég og Miss Notley og Dima horfðum á, með grátbólgna augahvarma undir lokin. Það er dálítið magnað þegar maður horfir á svona myndir, þó maður viti hvernig þær enda, að maður heldur í einhverja von. "jájá" sagði ég í hljóði við sjálfan mig "hún sleppur nú kannski frá þessu stelpan. neinei hún fer nú ekkert að deyja þarna í útrýmingarbúðunum, stríðið er nánast búið". Það sama hugsaði ég þegar ég sá Títanikk hér um árið "neinei, þau hljóta nú að sleppa fram hjá ísjakanum, ég meina þetta er glænýtt skip, það fer ekkert að sökkva þarna". Já, maður er svo klikkaður.

segjum þetta

4. maí 2004

Annars er ég nú bara að hlusta á Megas (einnig þekktur sem Meistari Megas (þess má geta að væntanlega má kalla mig bráðum Meistara Hjört)) sem hefur verið að syngja Stenka Rasin nú í sex mínútur og ellefu sekúndur og á rúmar tvær mínútur eftir.

Það ku vera tízka bloggheimum að launa link fyrir link. Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson linkar á mig og að sjálfsögðu fær hann link á sig hér til vinstir. Kvitt!

Í öðrum fréttum: Ég er með einhverja andskotans pest. Kallið á prest.
Einhver skrifaði um blogg í íslenskum fjölmiðlum um daginn. Þar sem ég les ekki íslenska fjölmiðla (og nú gætu margir haldið að það sé vegna þess að ég sé í fílu út í íslenska fjölmiðla þar sem enginn þeirra vildi mig í vinnu í sumar en svo er nú ekki) veit ég svo sem ekki nákvæmlega hvað þar stóð skrifað en eitthvað hefur það verið á borð við: "blogg er ekkert annað en sjálfsrúnk nafnlausra athyglissjúklinga þar sem allt um ekkert er látið flakka" eftir því sem ég heyrði svona útundan mér. Við gætum jafnvel sagt að lítill fugl hefði hvíslað því að mér.

Þröstur (þó ekki sá sem hvíslaði í eyru mín) hefur greinilega ekki lesið mitt blogg. Því ekki læt ég allt flakka á þessu bloggi. En það er nú kannski að því að ég veit að hún móðir mín les flest sem hér er skrifað og eins og flestir góðir synir þá hlífi ég nú henni móður minni við öllu gorinu. Þess vegna læt ég það alveg í friði að pósta hér inn stórkallalegar lýsingar á kynlífi mínu eða eiturlyfjaneyslu heldur læt mér nægja að segja frá því í nokkrum orðum hvað ég er duglegur að læra og útdeili visku minni um hollenska menningu.

Ef lesendur frjettabrjefsins vilja skoða ömurblogg þar sem allt er látið flakka með atyrðum saurslegum lýsingum tilfinningaástands mæli ég með þessu.

1. maí 2004

Þetta blogg, þetta blogg. Hún systir mín heldur úti síðu ásamt vinkonu sinni og nú í dag uppgötvaði ég að hann bróðir minn hefur komið sér upp síðu líka. Þau fara þarna systkini mín beina leið á linkasafnið hér til vinstri, enda er flest gott til vinstri. Nú er bara að sjá hvað þau verða dugleg að halda þessu við.
Síðustu dagar!

30. apríl er svokallaður koninginnedag í Hollandi. Þá fagna Hollendingar afmæli drottningar sinnar. Reyndar er þetta ekki afmælisdagur hennar heldur mömmu hennar, Júlíönu, sem var einmitt drottning hér á árum áður. Beatrix núverandi drottning á hins vegar afmæli 31. janúar, en Hollendingum finnst algjör vitleysa að hafa koninginnedag í janúar þegar kuldi og rigning ríkir. Þess vegna halda þeir daginn bara áfram hátíðlegan á afmælisdegi Júlíönu.

Á drottningardegi verður landið allt appelsínugult, sem er einkennislitur Hollands og táknar House of Orange, sem er konungsættin í Hollandi. Appelsínugulir fánar hanga uppi flestir klæðast einhverjur appelsínugulu. Á drottningardegi er verslun gefin frjáls og allar götur breytast í einn risastóran flóamarkað, allir sem hafa eitthvað að selja selja eitthvað og hægt er að gera góðkaup svo um munar.
Á drottningardegi færa krárnar bjórkrana sína út á götur og hægt er að versla bjór og aðra drykki á hverju götuhorni og hverri brú, sem eru ófáar í borginni.

En það er ekki bara drottningardagur sem er hátíðlegur. Drottningarkvöld (koninginnenach) er kvöldið fyrir drottningardag og er sennilega mesti fylleríssamkoma Hollendinga. Þá er djammað langt framundir morgun og margir hætta bara ekkert að djamma fyrr en drottningardegi lýkur.

Og nú er 1. maí. Þá er ekkert um að vera í Hollandi. Magnað ekki satt!