27. apr. 2005

Stundarkorn

Ég man þá tíð þegar Matlock var gestur á heimili mínu á hverjum föstudegi. Það var hann var á sjónvarskjánum og ég og foreldrar mínir horfðum á hann. Það voru góðar stundir. Þá sat ég yfirleitt nýbaðaður og jafnvel greiddur og snæddi hamborgara eða jafnvel pítu ef vel bar við. Föstudagaskvöld voru svona hátíðisstundir á heimilinu. Svo var jafnvel poppað yfir kvikmynd kvöldsins sem ýmist var hörkuspennandi þýskur þriller eða bandarísk b-mynd. Ekki var stöð tvö keyp á það menntaheimili. Nei, þar var bara Ríkissjónvarpið og þjóðviljinn. Ekki einu sinni vídeótæki fyrr en Matlock hvarf af sjónvarpsskjánum. Með Matlock hvarf allur menningarstandard af heimilinu.

Þetta rifja ég upp nú því mér sýndist um stund að Matlock væri hér á sjónvarpsskjánum á heimili mínu hér. En þá er þetta bara einhver bandarísk b-myndin. Já já, og ekki einu sinni föstudagur.

4 ummæli:

Króinn sagði...

Var ekki Matlock á fimmtudögum (eða kannski þriðjudögum) og Derrick á föstudögum? Annars var sama staða uppi á mínu heimili: Þjóðviljinn og RÚV. Einhvers konar austur-þýsk veröld sem ríkti innan veggja heimila manns. Fallegt.

Nafnlaus sagði...

Var Matlock ekki á laugardögum? Byrjaði hann eftir daga sjónvarpslausra fimmtudaga? Þú hefur nú varla verið svo ungur þá að þú hefur verið vatnsgreiddur, eða?

Fjalsi sagði...

Æi satt að segja er ég farinn að gleyma hvernig þetta var. Man bara að Matlock þótti mér gríðarlega skemmtilegt sjónvarpsefni og að hamborgara fékk ég á föstudögum. Í minningunni mixast allt þetta góða saman í eitt stórt nammibox. Ég man ekki hvað maður var gamall. Ellefu ára kannski. Hmmm

von ölves sagði...

Sama hér, Þjóðviljinn og Rúv. Kúrekamyndir á laugardögum og Eastwood meiri hetja en John Wayne sem alltaf særðist á fæti eða öxl. Og Mogginn var fréttabréf djöfulsins!