Jú, ég er svona mikill kverúlant að ég er að spá að gera alvöru úr þessu að loka aðgang að síðunni fyrir IE. Ég gef þessu frest fram að helgi. Svo nú er um að gera fyrir alla sem ekki hafa gert slíkt að hlaða niður Mozilla Firefox. Velja sér bara túngumál og stýrikerfi og badabing.
Og er reyndar bara að gera ykkur greiða enda mun öruggari vafri og svona.
Stríðið er hafið...
Ég held ég sé samt fyrirfram búinn að tapa.
iiii
Afmælisbörn dagsins fá kveðjur.
3 ummæli:
ég prófaði þetta javaskrif og það virtist ekki virka alveg sem skyldi ... allavega varð makkinn alveg snælduvitlaus ... en það er nú enginn makkanotandi svo snælduvitlaus að nota IE ...
jæja ... sjáum hvað setur ... máski er hótunin nóg til að fá fólk til að skipta
Ég styð þig af heilum hug í þessu stríði þínu. Menn hafa beinlínis verið slegnir til riddara fyrir minna (sjáið t.d. litla hommann með hártoppinn, já þann sem hefur ekki samið gott lag í töttögogfimmár)
Héðan í frá skalt þú bera með sóma nafnbótina Heine - riddarinn hugumstóri
Skrifa ummæli