16. apr. 2005

Kjöt

Aldrei þessu vant erum við Jóhanna í sundur um kvöldmatarleyti. Svo ég eldaði mér kjöt í kvöld. Jóhanna er grænmetisæta. Ég steikti nautahakk á pönnu og sullaði yfir það tjillí og svarmakryddi og mixaði saman við rauðlauk, hvítlauk, sveppi og rauða papriku. Ég er að horfa á gaukshreiðrið í sjónvarpinu. Svo erum við Jóhanna að plana Svíþjóðar-Íslandsferð í vor. Öllu heldur sumar þar sem við verðum á ferðinni, líklega, í byrjun júní. Ef fjárhagur lofar. Sem við vitum ekki. Komið verður við í Köben. Ég vona að vinir verði í Köben 1. jún. Er ekki annars hægt að setja einhvern kóða í hausinn á þessu bloggi svo það verði ólæsilegt úr Internet Explorer. Ég er svona smátt og smátt að segja Míkrósoft allsherjarstríð á hendur. Máski maður fari brátt að snúa baki við Windows og finni eitthvað kúl Stýrikerfi.

Jú, snúa baki við alheimskapítalistasvínunum.

6 ummæli:

Króinn sagði...

Ekki verður víst komið við í Hólminum í sumar?

Nafnlaus sagði...

Stokkhólmur full fjarri Gautaborg til að maður nái að kíkja...
Hins vegar skilst mér að það verði tilvalið fyrir stokkhólmsbúa að kíkja til gautaborgar um þetta leyti

Króinn sagði...

Þú meinar að fjallið komi til Múhameðs? Sjáum hvað setur.

Króinn sagði...

Er ekki orðið full kverúlantalegt að ætla að bojkotta eigið blogg til að ná sér niður á stórfyrirtæki?

Fjalsi sagði...

Jú - enda er ég kverúlant þegar kemur að þessum málum

Króinn sagði...

Hvenær kemurðu annars heim til Íslands? Kolbeinsferð er í umræðu þessa stundina. Sendu meil.