11. apr. 2005

Stórsjór og bál

Hæ!

Fréttir handa Sigurði Ólafsyni: Hér er glampandi sól og blíða. Hitinn 15 gráður og allir í góðu tjútti. Reiknaði með hlýnandi frameftir deginum.

Þetta kallast veðurfréttir en verður framvegis kallað Sigurðarmál.

Í bjartsýniskasti um daginn taldi ég bráðnausynlegt að festa kaup á léni. Athugaði ég hvort hjortur.is væri ekki laust. Nei, þar er hjörtur nielsen með síðu. Viðurnefnið frjálsi kannaði ég líka. Þar er frjálsi fjárfestingarbankinn. Hins vegar skilst mér að nú bjóðist lén með íslenskum leturtáknum. og það vill svo til að hjörtur.is er laust. hvað segja bændur þá?

fyrir utan gluggann minn galar gaukur. Gala ekki annars gaukar? Og uglan staðfasta... tja... hvað gera uglur. Ekki gala þær, ekki syngja þær, varla kurra þær og þær ropa ekki. Hmmm. Jæja, í fjarska gerir uglan það sem uglur gera. Hvað sem það nú er.

Ég held ég hafi í ölæði í gær lofað Fríðu Rós gítarpartí á næstu dögum. Hah!

lært í dag eftir afli og svo út í sólina

góðu

2 ummæli:

huxy sagði...

uglur væla ... og kannski maður eigi leið um parkinn bráðum! aldrei að vita. sjáumst, strákur.

Króinn sagði...

Þakka Sigurðarmál dagsins. Mér er heiður sýndur.