Af Sigurðarmálum er það að segja að skýjahula liggur yfir okkur hér í Norður-Hollandi, þó hitinn hangi þetta í fimmtán gráðum. Sem er fínt úti við en sambærilegur er hitinn hér inni því ég sleppti því að kynda upp í gærkveldi sökum veðurblíðunnar sem þá réði ríkjum.
Við Jóhanna töltum um Amsterdamborg í gær og héldum upp á góða veðrið. Við keyptum sjeik (ekki svona arabískan fursta heldur mjólkurhristing) af stórundarlegum manni. Það var og, sjeikurinn var líka hinn versti sem um getur í sögu sjeikgerðar. Í vonbrigðum okkar vorum við nánast búinn að arka inn á McGöbbels og fá okkur alminnilegan hristing frá kapítalista svínunum. Að minnsta kosti er von á starfsfólki þar með eitthvað meira í kollinum en bjánann í ísbúðinni ítölsku.
En við náðum að stoppa okkur af og fengum okkur bara bjór í staðinn.
Annars er merkilegt að labba framhjá McGöbbels og Burger King og KFC og svona búllum því þar starfar svarti maðurinn. Þar og í uppvaskinu á restauröntum. Það er dágóður slatti af svertingjum í Amsterdam en hingað til held ég að ég hafi séð circa fjóra í Háskólanum. Maður sér ekki svarta manninn nema í strætó og McGöbbels. Jamm. Svona er heimurinn.
Ég hefi undanfarði verið að hlusta mikið á Bright Eyes. Margir hafa líkt honum við Dylan. Ég náði ekki þeirri líkingu í fyrstu því tónlistarlega eru þeir ekki sérlega líkir en það er í textunum sem samanburðurinn felst. Of og tíðum eru þetta stórkostlega textasmíð, langar runur af sögum og pólitískri gagnrýni. Sem er gott:
Má hér sýna dæmi:
We made love on the living room floor
With the noise in background of a televised war
And in the deafening pleasure I thought I heard someone say
?If we walk away, they?ll walk away?
But greed is a bottomless pit
And our freedom?s a joke
We?re just taking a piss
And the whole world must watch the sad comic display
If you?re still free start running away
Cause we?re coming for you!
eða:
I hope I don?t sound too ungrateful
What history gave modern man
A telephone to talk to strangers
Machine guns and a camera lens
So when you?re asked to fight a war that?s over nothing
It?s best to join the side that?s gonna win
And no one?s sure how all of this got started
But we?re gonna make them goddam certain how its gonna end
Oh ya we will, oh ya we will!
Jæja. Þetta er ágætt í bili.
Hér má sjá myndir úr sólskinslabbinu. Er ekki Amsterdam falleg. Og Jóhanna. Hún er falleg líka. Fallegri en sólin!