20. apr. 2005

Minna þroskaðir menn

Það er miðvikudagur og kaffivélin malar í einu horninu. Í öðru horni liggur stúlkan mín og malar týnd í draumalandinu. Við hlið mér malar hitarinn góðlátlega og horfir á mig aðdáunarauga við tölvuna hvar ég sit og hamra þetta inn.

Kaffivélin hefur þagnað, sem þýðir aðeins eitt. Nú er kaffið klárt og fátt því til fyrirstöðu að hella því í bolla og drekka.

Skál.

Í hedsettinu syngur um Bonnie Tyler og biður okkur öll að snúa við.

Þetta getur ekki kallast annað en góð byrjun á deginum.

Annars fékk ég fregnir af Magnússarsyni í gær. Til lukku!!!

Engin ummæli: