25. apr. 2005

Lautarferð


Amsterdam 1025
Originally uploaded by hjortur.
Góðan daginn. Jú, enn einn dýrðardagurinn hér í Adam. Sól og blíða eins og segir í Sigurðarmálum. Í gær var líka dýrðardagur og við Jóhanna gerðum við hjól og máluðum. Nú bruna ég um á svörtum fáki eins og rokkari. Í dag ætlar Jóhanna að skreyta það með rauðu. Í gær var líka farið í síðbúna lautarferð í Vondelpark. Jííí hvað er gaman að fara í lautarferðir. Hulli minn. Við förum í lautarferð þegar þú kemur. Kaupu rauðvín, banana og eiturlyf og tjillum með hinum rónunum.

Tiltekt og nám tekur líklega megnið af deginum. En svo verður að vanda kíkt á movies on monday. Frítt bíó og ódýr bjór. Að þessu sinni. Blátt flauel

Bless

3 ummæli:

huxy sagði...

mmm, blátt flauel ... en sigurðarmál eru síðri í dag sýnist mér.

Fjalsi sagði...

rættist úr þeim

Nafnlaus sagði...

aha, fyrst hélt ég að amsterdam-vistin væri búin að breyta þér eitthvað ískyggilega mikið en sá svo við nánari athugun að pizzasendillinn er hreint ekki þú :-D langaði að spurja, þar sem ég er internetgræningi, þarf maður að borga eitthvað til að fá að geyma myndirnar sínar á svona fínerís myndasíðu eins og þú gerir, eða er þetta flickr dót kannski ókeypis?
halldóra